Spennan magnast hjá sérfræðingunum

Hatari

Nú er farið að styttast í stóru stundina og sannir aðdáendur komnir með fiðring í magann af spennu og tilhlökkun. Spekingarnir okkar gefa ekkert eftir og deila með okkur skoðunum sínum í næstsíðasta skiptið. Í gær náði Hatari efsta sætinu með 12 stigum frá Reyni en hvað gerist í dag? Munu Gunni og Felix loks finna Völund og bjarga jólunum? Spekingarnir okkar geta því miður ekki leyst þá ráðgátu en þeir geta sagt okkur hvað þeim finnst um lögin í Söngvakeppninni. Njótið!

Staðan eftir dag þrjú*:

Bastien Konstantin Marco Paul Reynir Alls
Hvað ef ég get ekki elskað? 6 8 8 22
Mama Said 4 7 3 14
Fighting For Love 4 6 5 15
Moving On 2 8 5 15
Hatrið mun sigra 5 8 12 25

*Mistök urðu við uppfærslu stigatöflunnar í myndbandinu þar sem Fighting For Love með Töru Mobee er skráð með 4 stig frá Paul. Hið rétta er að Paul gaf laginu 5 stig og er stigataflan að ofan rétt. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum.