Sérfræðingar spá í spilin

Spáð í spilin

Nú styttist heldur betur í litlu jólin hjá okkur Eurovision-aðdáendum. Næsta laugardag ræðst hver verður fulltrúi Íslands í Tel Aviv í maí. Af því tilefni brá FÁSES á leik og fékk 5 álitsgjafa utan Íslands til að fjalla um lögin 5 sem keppa í úrslitum Söngvakeppninnar. Á hverjum degi í vikunni birtum við svo eitt myndband þar sem hver álitsgjafi fjallar um eitt lag.

Hér er fyrsti sérfræðingapanellinn, góða skemmtun og njótið vel!