Krúttbomburnar frá Tékklandi


Tékkneska forkeppnin er ólík flestum öðrum forkeppnum Eurovision að því leyti að hún fer öll fram á netinu, þar sem lögin voru kynnt og kosningar fóru fram. Vongóðir væntanlegir keppendur sendu inn u.þ.b. 300 lög til tékkneskrar dómnefndar sem fór yfir þau og völdu að lokum 8 keppendur til að keppa um það hver færi til til Tel Aviv. Keppendur skiluðu inn myndböndum sem sett voru á síðu Eurovision.tv í byrjun janúar.

Kosningin fór fram á þann hátt að atkvæði alþjóðlegrar dómnefndar giltu 50% á móti kosningu almennings sem gat kosið sitt uppáhaldslag með appi Eurovisionkeppninnar. Allir gátu kosið bæði í Tékklandi sem og utan Tékklands en þó flokkuðust netatkvæði á ólíkan hátt. Atkvæði almennings í Tékklandi sem kaus á netinu giltu 50% á móti dómnefnd, netatkvæði annars staðar frá var safnað sem og sett fram sem 9. meðlimur alþjóðlegu dómnefndarinnar.

Alþjóðlega dómnefndin samanstóð að öðru leyti af fyrrverandi keppendum Eurovisionkeppninnar þar á meðal okkar eigin sjarmatröll Ari Ólafsson. Hans uppáhald var lagið Friend of a Friend með Indie poppbandinu Lake Malawi sem samanstendur af þremur ungum mönnum sem þrátt fyrir ungan aldur hefur verið starfandi í 6 ár.

Ari

Náš skvělý VIKINGSKÝ ⚔️🛡 přítel a fantastický zpěvák je posledním, před víkendem odhaleným porotcem …Islandský Ari Ólafsson je bezpochyby jedním z nejmilejších a nejtalentovanějších zpěváků, které jsme kdy na Eurovizi potkali ! 💪Bohužel se se svou písní "Our choice" neprobojoval do finále, to ale nic neznamená – schválně si poslechněte jeho hlas … Určitě v budoucnu ještě o Arim uslyšíte, na to si klidně vsaďte 🤘❤️KDO JE ARIHO FAVORIT PRO TENTO ROK ??————————————————————————Our amazing VIKING ⚔️🛡 friend and stunning singer is our last juror to be revealed before the weekend …Icelandic Ari Ólafsson is easily one of the nicest and most talented young musicians we've ever met on Eurovision! 💪He didn't make it to the finals with his song "Our choice" last year, but that doesn't mean a thing – just listen to his voice … You will hear about him in the future, bet on it 🤘❤️WHO IS ARI'S FAVORITE THIS YEAR ??

Posted by Eurovision Song Contest Czech Republic on Fimmtudagur, 24. janúar 2019

Svo fór að Lake Malawi og Barbora Mochowa með lagið True Colors hlutu jafnmörg stig frá dómnefnd og því var það undir netkosningu almennings komið hver myndi vinna. Hvorugt þessara flytjenda vann þó þá keppni því þar skoraði hæst Jakub Ondra með lagið Space Sushi sem var í miklu uppáhaldi hjá mörgum Eurovisionaðdáendum. Það dugði þó ekki til því Lake Malawi fékk í heildina 22 stig á móti 18 stigum, Jakub Ondra, Pamelu Rabbit og Barbora Mochowa.

Það verða því poppararnir og krúttbomburnar í Lake Malawi sem mæta til Tel Aviv í maí og vonast til að bæta eða að minnsta kosti jafna frábæran árangur Mikolas Josef frá því í fyrra þegar hann náði 6. sæti í Lissabon. Það er langbesti árangur sem Tékkar hafa nokkru sinni náð en fram að því höfðu þeir aðeins einu sinni náð að komast í úrslit; árið 2016 þegar Gabriela Gunčíková með lagið I Stand komst áfram en lenti síðan í 25. sæti í sjálfum úrslitunum.

Lake Malawi mun án ef eiga sér dyggan hóp aðdáenda ef marka má ánægju úkraínska sigurvegarans Jamölu með þá.