Eftir æsispennandi stigagjöf í undankeppninni Destination Eurovision í Frakklandi í gær var það ljóst að samfélagsmiðlastjarnan Bilal Hassani hafði unnið miðann til Tel Aviv. Það kom kannski ekki á óvart – enda var hann hæstur í veðbönkum fyrir keppnina og í efsta sæti hjá mörgum aðdáendum.
Alþjóðleg dómnefnd skipuð tíu dómurum hafði helmings ákvörðunarvald á móti símakosningu. Eftir að dómnefndastigin höfðu verið tekin saman var Seemone í fyrsta sæti með 94 stig, Silvàn Areg í öðru sæti með 76 stig og Emmanuel Moire með 64 stig í þriðja sæti. Það kom nokkuð á óvart að Bilal var í fimmta sæti með 50 stig hjá alþjóðlegu dómnefndunum. Það var tilfinningaþrungin stund þegar Garou kynnir kvöldsins las upp atkvæðin úr símakosningunni þar sem Bilal vann yfirburðasigur með um 35% atkvæða. Chimène var í öðru sæti hjá almenningi og Seemone í þriðja sæti með um 15% atkvæða úr símakosninu.
Hér að neðan er lokaniðurstaðan í Destination Eurovision. Með því að smella á hlekkina í töflunni getið séð atriðin úr keppninni.
Röð | Flytjandi | Lag | Upphitunarlag (upphaflur flytjandi) | Dómnefnd | Símakosnin | Samtals | Sæti |
---|---|---|---|---|---|---|---|
7 | Bilal Hassani | Roi | Fuego (Eleni Foureira) | 50 | 150 | 200 | 1 |
6 | Seemone | Tous les deux | L’oiseau et l’enfant (Marie Myriam) | 94 | 62 | 156 | 2 |
1 | Chimène Badi | Là-haut | Ne partez pas sans moi (Celine Dion) | 56 | 63 | 119 | 3 |
4 | Emmanuel Moire | La promesse | Euphoria (Loreen) | 64 | 51 | 115 | 4 |
2 | Silvàn Areg | Allez leur dire | Le Dernier qui a parlé… (Amina) | 76 | 26 | 102 | 5 |
3 | The Divaz | La voix d’Aretha | Waterloo (ABBA) | 44 | 48 | 92 | 6 |
8 | Aysat | Comme une grande | Fairytale (Alexander Rybak) | 26 | 12 | 38 | 7 |
5 | Doutson | Sois un bon fils | J’ai cherché (Amir) | 10 | 8 | 18 | 8 |
Það kemur í hlut hins unga Bilals að feta í fótspor dúettsins Madame Monsieur sem voru fulltrúar Frakklands í fyrra. Það vill einmitt svo skemmtilega til að Madame Monsieur sömdu lagið með Bilal svo þau hafa örugglega góð ráð fyrir hann hvernig eigi að vinna hug og hjörtu Eurovision aðdáenda.