Við saman gætum hjálpað til

Ari Ólafsson syngur lagið Heim eftir Þórunni Ernu Clausen í fyrri undankeppni Söngvakeppninnar 10. febrúar nk.

FÁSES.is hitti Ara og Þórunni Ernu á RÚV um daginn í smávegis viðtal og sprell. Það er augljóst að þeim tveimur kemur vel saman, reyndar það vel að Ari er farin að kalla Þórunni mömmu sína sem ekki fæddi hann. Ari kemur eflaust fyrir sjónir margra sem ungur og óreyndur en það er alls ekki svo. Þessi drengur er með ótal verkefni að baki sér þrátt fyrir ungan aldur; Olíver Twist, Galdrakarlinn í Oz, Eldborgartónleikar á Eldborgartónleika ofan og er nú á leiðinni í einn virtasta söngskóla Evrópu. Lagið Heim er kraftballaða af bestu gerð og hentar Ara vel þar sem hann hefur vítt raddsvið. Þórunn Erna er Eurovisionaðdáendum vel kunnug því hún er Íslandsmethafi í júróvisjóntextagerð og er þetta 11. Söngvakeppnislagið sem hún kemur að. Ætli hún geti nefnt þau öll á nafn?

Endilega kíkið á myndbandið sem gert hefur verið við lagið heim. Við megum einnig til með að benda ykkur á upptökuna frá því þegar Ari heimsótti Rás 2 á dögunum og söng sigurlag Eurovision frá því í fyrra.