Karmaconda í höllinni

Það er ekki rætt um annað en að eftir fyrstu æfingar allra keppenda í fyrri og seinni undanriðli hafi menn ekki séð neinn sem gæti átt sjens í að skáka Francesco Gabbani og Occidentali’s Karma. Francesco æfir einmitt í fyrsta skipti á stóra sviðinu síðdegis í dag. Það er einnig mikið rætt um miðjusvæði Francesco og að hann beri undir belti heila 25 cm af “karma” – alamalla! Karmagonda!

Á göngunum hér í blaðamannahöllinni er hvíslað út í hornum um að öllum líkindum verði Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri EBU, rekinn eftir keppnina í ár þar sem honum tókst ekki að leysa deiluna á milli Úkraínumanna og Rússa um þátttöku Rússlands í Eurovision í ár. Eiginmaður Jon Ola Sand, Matthias Carlsson, yrði kannski ánægður með að Jon hætti hjá EBU því þá gæti hann haldið áfram sínum ferli sem danshöfundur og bakraddarsöngvari Melodifestivalen.

Koit Toome söngvari Eista í ár er nýorðin faðir og er nýfædda barnið með honum og eiginkonunni hér í Kænugarði. Sem betur fer kom tengdamamma líka svo við vonum að Koit geti hvílt sig vel áður en hann stígur á svið fimmtudaginn 11. maí.