Takk fyrir hressandi Söngvakeppnispartý!

Eins og síðustu ár blés FÁSES til fyrirpartýs fyrir úrslit Söngvakeppninnar. Að þessu sinni fengum við afnot af góðum sal Félags tölvunarfræðinga í Engjateigi þar sem ungir sem aldnir skiptust á nokkrum vel völdum Eurovision orðum og örfáum danssporum. RÚV kíkti tvisvar í heimsókn til að fá Eurovision stemninguna beint í æð – fyrst facebook síða Söngvakeppninnar og síðan voru sjöfréttir í beinni útsendingu frá partýinu. Hópurinn rölti síðan saman í Laugardalshöllina til að horfa á úrslit Söngvakeppninnar. Þeir allra hörðustu fór í ekta Eurokúbbs eftirpartý í Græna herbergið við Lækjargötu þar sem meðal annars keppendur Söngvakeppninnar í ár tróðu upp. Við þökkum ykkur öllum kærlega fyrir komuna í FÁSES-partýið og hlökkum til að sjá ykkur öll á næsta viðburði FÁSES. Hér koma nokkrar myndir sem hirðljósmyndari FÁSES tók í partýinu.