Rússland vinnur í kvöld að mati FÁSES-liða

Mynd: Andres Putting (EBU)

Hann er númer 1 hjá FÁSES. Mynd: Andres Putting (EBU) caption

Við á FÁSES.is skelltum í örstutta könnun meðal félagsmanna eftir að ljóst var hvaða lönd kepptu í Eurovision í kvöld. Spurt var tveggja spurninga; hvaða lag fólk héldi að myndi vinna á laugardaginn og hvert uppáhaldslagið væri.

Rússland vinnur í kvöld samkvæmt 64% svarenda í könnuninni. Í öðru sæti með 10% kemur Ástralía og því næst Frakkland og Svíþjóð með 8% hvert. Samkvæmt veðbanka Oddchecker leiða Rússar og því næst koma Ástralar, Úkraínumenn, Frakkar og loks Svíar. Það vantar því bara Úkraínu í efstu sætin hjá FÁSES fólkinu – en það kemur í ljós í kvöld hvort þeir verða svo ofarlega eins og þeim er spáð.

Amir á grand final jury show

Amir á grand final jury show

Þegar kemur að uppáhaldslagi FÁSES-liða vandast málið aðeins og svörin verða dreifðari. Franska sjarmatröllið Amir leiðir þessa vinsældakosningu með 21% atkvæða. Því næst kemur hin ástralska Dami Im með 14% atkvæða. Þar á eftir koma Rússland og Svíþjóð með 11% hvert. Áhugavert er að geta þess að Aserbaídsjan, Georgía, Lettland, Serbía og Ungverjaland hlutu engin atkvæði í vinsældakosningunni.