Eurovision aðdáendur geta verið sérkennilegur hópur fólks. Fólk sem springur út eins og blóm að vori í maímánuði en þjáist síðan af alvarlegum geðheilbrigðisbresti í júní, júlí og ágúst þegar versta PEDdið (post Eurovision depression) ríður yfir. Flosi í FÁSES tók saman það helsta úr slangurorðabók Eurovision aðdáandans svo þið getið slegið um ykkur í Eurovision partýinu í kvöld. Hvað verður PBL-lag keppninnar? Þjáist þið af makedónska heilkenninu? Af hverju er algjör skortur á BBB-lögum í keppninni í ár?
Njótið vel!