Heimsókn í Eurovision Village

FÁSES kíkti í smá heimsókn í Eurovision Village, en það er staðsett á ráðhústorginu hér í Vín. Veðrið var nú ekki upp á marga fiska, rigningarsuddi eins og við Íslendingar viljum kalla það. Þrátt fyrir hálf leiðinlegt veður þá var slatti af fólki á svæðinu.

20150522_154409

Þegar við komum á svæðið var verið að sýna brot úr heimildarmyndinni um Conchitu Wurst, Unstoppable, ásamt ýmsum myndbrotum í tengslum við Conchitu og sigur Austurríkis í fyrra. Því miður var ekki mikið annað í gangi í Eurovision Village en hér eru nokkrar myndir úr rigningunni.

20150522_153052

20150522_153344

20150522_153650

20150522_153655

 

20150522_153817

Ekki mikið að gerast í Eurovision Village í ár, ætli það hafi ekki vantað Zumba-tíma til að hressa þetta aðeins upp.