Semi-Final 2: Fyrsta búningarennsli

Ísland á fyrsta búningarennsli. Mynd: LHG.

Ísland á fyrsta búningarennsli. Mynd: LHG.

FÁSES.is mætti á fyrsta búningarennsli fyrir semi-final 2 í dag en það var opið blaðamönnum. Við tókum saman það sem verður á skjánum hjá landsmönnum annað kvöld:

  • Hljóðið var á undan sjónvarpsmyndinni – ORF þarf virkilega að fara gyrða í brók ef þeir ætla hreinlega ekki að verða sér til skammar.
  • Meiri skikkjur í skikkjuþema ársins, t.d. hjá Portúgal og Sviss.
  • Vöðvatröllið frá Tékklandi er glimmerbuxum! Svo er skókast!
  • Ísraelski Nadav þarf greinilega hressa áhorfendur út í sal til að kveikja í sér. Þetta var hans besta æfing til þessa! Hvernig verður þetta á morgun með alla þessa trylltu ísraelsku Eurovision-aðdáendur á svæðinu?
  • Lettneska söngkonan syngur á palli eins og sú svissneska.
  • Azerbaijan og Svíþjóð fengu mestu viðbrögð salarins. Við hlökkum til að sjá hvernig þetta verður annað kvöld.
  • Måns frá Svíþjóð er greinilega í hörkuformi. Það er heilmikið tilstand í kringum atriðið hans; sérstakt risatjald sem er flutt á sviðið sem grafíkinni er varpað á (ekki tilvijun að það sé auglýsingahlé á undan hans atriði), hann er með handaljósið í vasanum, setur það á sig og kveikir á og þá virðist ljós koma úr lófa hans og síðan hann er með tvær steady-cams í andlitinu á sér allan tímann.
  • Svissneska Mélanie er bæði með wardrope-change og skikkju plús bakraddartrommarar. Less is not more í Sviss.
  • Kýpverski John sérst í svarthvítu til að byrja með.
  • Showið endar síðan á pólsku Moniku í hvítum glimmerhjólastól.