Sameiginlegt áhorf á Eurovision

FÁSES.is vill gjarnan vekja athygli á tveimur viðburðum þar sem hægt er að hittast og horfa saman á Eurovision.

Stúdentakjallarinn er með EurovisionPartý þar sem hægt er að horfa saman á Eurovision og ræða um keppnina í góðra vina hópi næstkomandi fimmtudags- og laugardagskvöld.

Eurotastic á Húrra er Eurovisionpartý sem Styrmir Wurst, Ovi Baldvin og Margrét Rouvas eru að skipuleggja. Þau eru með búningaþema, drykkjuleik, Eurovisionhækkun, búningaskipti, vindvél og svona 1000 aðra hluti!