Textar í Eurovision: Borgar-og staðarheiti

Textasmíð í Eurovision getur oft verið einkar áhugaverð og er það ekki alltaf ást og friður sem sem er þemað, þótt að hvort tveggja sé iðulega mjög áberandi á hverju ári. Notkun á borgar-og staðarheitum er eitt af þeim þemum sem skýtur upp kollinum endrum og eins þegar kemur að Eurovision. Við ætlum því að rifja upp nokkur lög sem hafa vitnað í hin ýmsu borgar-og staðarheiti í gegnum tíðina.

Í ár það gullni drengurinn frá Ísrael sem vitnar í Tel Aviv í lagi sínu Golden Boy, þar sem hann syngur meðal annars um hversu mikið fjör er í Tel Aviv.

I’m a golden boy
Come here to enjoy
And before I leave
Let me show you Tel Aviv

Ísrael 2015 – Golden Boy – Nadav Guedj

 

Árið 2010 fjallaði framlag Serbíu um Balkanskagann og hvernig það væri að vera frá Balkanskaganum, og var þó nokkrum sinnum minnst á borgina Belgrad í textanum.

Ljubiš me k’o balavica, nije te sram You’re kissing me like a girl, you have no shame
Beograd, Beograd, ja bezobrazan Belgrade, Belgrade, I’m cheeky
Ne jednom, ne dvaput, tri puta me Not once, not twice, three times for me
Beograd, Beograd, tri puta, po naški je Belgrade, Belgrade, three times, it’s our way

 

Serbía 2010 – Ovo je Balkan – Milan Stanković

https://www.youtube.com/watch?v=lfe3rYXqPYI

 

Serbar voru þó ekki þeir einu árið 2010 sem vitnuðu í borgir og staði en hollenska framlagið þetta sama ár var uppfullt af ýmsum þekktum borgarheitum. Í textanum þeirra þetta árið mátti sjá borgarheiti eins Osló, Berlín og Moskva.

Het kan ook zijn dat ik samen met jou in een vliegtuig naar Oslo zat Or possibly, I was sitting together with you on a plane to Oslo
Of kwam het uit een café in zo’n straatje, we waren in Trinidad Or did it come from a bar in an alley, we were in Trinidad
Of was het met een goed glas wijn op dat terrasje in Berlijn? Or was it with a good glass of wine at that sidewalk cafe in Berlin?
Of was het Moskou waar ik m’n eerste kus van jou heb gehad? Or was it in Moscow where I’ve had my first kiss with you?

Einnig var vitnað í Lissabon og París í textanum.

Holland 2010 – Ik Ben Verliefd (Sha-la-lie) – Sieneke

 

Hollendingar hafa verið ansi duglegir við að vitna í hina ýmsu þekkta staði og borgir í gegnum tíðina. Árið 1979 fluttu Hollendingar lag sitt Colorado, við reiknum með því að þar sé verið að tala um fylkið Colorado.

Oh oh… Colorado, vlieg met me mee naar Colorado Oh oh… Colorado, fly with me to Colorado
Oh oh… Colorado, over de zee naar Colorado Oh oh… Colorado, over the sea to Colorado
Oh… Colorado, Colorado Oh… Colorado, Colorado

 

Holland 1979 – Colorado – Xandra

 

Ári seinna mættu Hollendingar svo með óð til höfuðborgar sinnar, Amsterdam.

Amsterdam, Amsterdam Amsterdam, Amsterdam
De stad waar alles kan The city where everything’s possible
Amsterdam, Amsterdam Amsterdam, Amsterdam
Iedereen die weet ervan Everyone knows about it

Holland 1980 – Amsterdam – Maggie McNeal

https://www.youtube.com/watch?v=UuwUs6_or4Q

 

Norðurlandaþjóðirnar hafa verið ansi duglegar við að notast við borgarheiti í textum sínum í gegnum tíðina.

Árið 1995 söng danska söngkonan (sem er í raun frá Noregi) um að hún sakni einhvers frá Mols til Skagen.

Fra Mols til Skagen, fra Mols til Skagen From Mols to Skagen, from Mols to Skagen
Fra Mols til Skagen, jeg savner dig From Mols to Skagen, I’m missing you

Danmörk 1995 – Fra Mols til Skagen – Aud Wilken

https://www.youtube.com/watch?v=cRHZJ77epIE

 

Tveimur árum seinna, 1997, mættu Norðmenn með slagarann San Francisco,  þar sem hinn hressi Tor Endresen söng meðal annars um Woodstock og Jimi Hendrix.

Oh… kjærlighetstid i San Francisco Oh… time for love in San Francisco
Drømmen om fred, en ungdoms vår A dream of peace, a spring of youth

Noregur 1997 – San Francisco – Tor Endresen

 

Svíar vildu nú ekki vera skyldir útundan þegar kemur að borgarheitum, og mættu árið 2005 með hinn hárprúða Martin Stenmarck í farabroddi og sungu um gleðiborgina Las Vegas.

In Las Vegas, in the neon lights
You’ll be a star if you do it right
In Las Vegas, oh oh oh…
You better hold on tight

 

Svíþjóð 2005 – Las Vegas – Martin Stenmarck

 

Við Íslendingar höfum lagt okkar að mörkum hvað varðar borgarheiti í Eurovision.

Það muna eflaust allir eftir því þegar Anna Mjöll söng um New York og hélt því fram að allir skyldu Sjúbídú hvort sem þeir byggju á Skagaströnd eða í Timbúktú.

Sjúbídú, sjúbídú
Menn skilja jafnt á Skagaströnd og Tímbúktú

Ísland 1996 – Sjúbídú – Anna Mjöll

 

Páll Óskar mætti svo ári seinna með danspopparann Minn hinsti dans, og hver man ekki eftir upphafslínum lagsins.

London, París, Róm – urðu orðin tóm

 

Ísland 1997 – Minn hinsti dans – Páll Óskar

https://www.youtube.com/watch?v=FmpVfohfuwQ

 

En hvernig ætli þessi lögum hafi öllum gengið. Einfalt; ekkert sérlega vel. Holland 1980 og Danmörk 1995 lentu þó í 5. sæti, en öll hin voru í 12. sæti eða neðar. Noregur 1997 býr yfir hinum vafasama heiðri að hafa hlotið 0 stig og Holland 2010 komst ekki einu sinni uppúr undankeppninni það árið.
Það er því spurning hvort að það sé honum ísraelska Nadav til framdráttar að minnast á Tel Aviv í lagi sínu. Við verðum bara að bíða og sjá.