Stig og Elena: Glys, hamingja og fagmennska!

 

Mynd: FJÓ.

Mynd: FJÓ.

FÁSES.is náði Stig Rästa and Elinu Born frá Eistlandi í smá viðtal um liðna helgi. Þau syngja Common Linnets dúett-smellinn Goodbye to Yesterday á stóra sviðinu í Vín þriðjudaginn 19. maí eftir að hafa hirt 79% stiga í Eesti Laul, eistnesku undankeppninni. Þau eru eins ólíkt söngpar og þau gerast. Elinu langar að fara til Afríku að klappa gíröffum en Stig myndi gjarnan vilja ferðast til Suðurskautslandsins.

Við byrjuðum á að spyrja þau hvernig þeim líkaði Vín. Þau elska þessa fallegu borg og eru ánægð með að vera loksins komin í Eurovision landið. Elina og Stig eru mjög hissa á fjölda viðtalsbeiðna (áttu greinilega ekki von á því að verða svona vinsæl hér í Vín!) og hvað fólk er ánægt og hamingjusamt (jú Eurovision-ljóminn er engu líkur). Þeim finnst aðdáendurnir bara skemmtilegir og ekkert of yfirþyrmandi. Stig bætti við að það væri allt á miklu hærra level í Eurovision og fagmennskan engu lík.

Við ræddum aðeins sviðsetningu atriðisins en það verður að segjast eins og er að það líkist verulega hollenska laginu frá í fyrra – götufílingur og skærir ljóskastara. Stig sagði að frábær teymisvinna væri að baki atriðinu en þau hafa unnið náið með ERR (eistneska ríkissjónvarpið) að undirbúningnum. Þeim fannst æfingar hafa gengið vel og ORF (austurríska sjónvarpið) hefur vinalegt starfsfólk sem vill að öllum gangi vel. Stig sagði að þetta væri bara eins og vera með ERR-fólkið hjá sér. Það er gott að þeim líði eins og heima hjá sér!

Við báðum Stig og Elinu að lýsa Eurovision í þremur orðum og Stig var ekki lengi að svara: Flashy, happy and professional!

Að lokum vona Elina og Stig að allir íslensku Eurovision aðdáendurnir njóti lagsins þeirra og þeirrar stórkostlegu skemmtun sem Eurovision er! 

Það verður nú að vera ein almennileg mynd með Stig og Elinu - svona fyrir albúmið. Mynd: FJÓ.

Það verður nú að vera ein almennileg mynd með Stig og Elinu – svona fyrir albúmið. Mynd: FJÓ.