FÁSES mætti á opnunarhátíðina og rauða dregilinn í gær sem var glæsileg í alla staði. Rauði dregillinn var staðsettur fyrir utan Ráðhús Vínarborgar sem er einstaklega glæsileg bygging. Keppendur voru misfljótir að komast í gegnum haf blaðamanna og aðdáenda sem biðu spennt eftir að fá að bera keppendurna augum. María okkar Ólafsdóttir var ein af þeim löndum sem tóku sér nokkuð langan tíma að ganga niður dregilinn og verður FÁSES að segja að það sé mikið gæfumerki. Hún vakti mikla athygli og var vinsæl á meðal blaðamanna.

Conchita Wurst mætti í þröngum kjól og með styttra hár en við erum vön. Hérna sést hún með Jon Ola Sand, Eurovision bossman, Edgar Böhm, Executive Producer, og einhverjum hressum nefstórum gaur.

Ann Sophie er búin að koma heldur betur á óvart hér í Vín og tókst að líta út fyrir að vera jafngömul og hún er. Vel gert!