OGAE Big Poll 2015: Niðurstöður liggja fyrir!

ogaepoll_winner

Þá er kosningu OGAE aðdáendaklúbbanna lokið í ár með sigri Ítala með 367 stig! Kemur FÁSES.is ekki mikið á óvart enda er hér á ferðinni sykursætt óperupopplag með þremur bara alveg hreint ágætum söngvurum. Í öðru sæti var Svíþjóð með 338 stig, í þriðja sæti Eistland með 274 stig, í fjórða sæti Noregur með 243 stig og í fimmta sæti Slóvenía með  228 stig.

Ísland var í 20. sæti með alls 13 stig frá OGAE Albaníu, OGAE Eistlandi, OGAE Stóra-Bretlandi og OGAE Írlandi. Athygli vekur að í könnuninni voru alls 14 lönd sem fengu 0 stig – þar á meðal grannar okkur í Danmörku og Finnlandi. Vonandi gefur þetta ekki vísbendingu um hvernig Eurovision keppnin fer!