Eurovision myndbandið frumsýnt á morgun

maria mars 2015

Myndin er tekin baksviðs við gerð myndbandsins.

Á morgun föstudag mun Eurovision myndband ársins, Unbroken, í flutningi Maríu Ólafsdóttur verða frumsýnt.

Frumsýningarhátíð verður í Laugarásbíó kl. 17:00 en húsið þar mun opna kl. 16:30 fyrir gesti. Aðgangur verður ókeypis og mun Coca Cola og Vodafone bjóða upp á popp og kók fyrir alla gesti.

Myndbandið verður sýnt ásamt mynd um gerð myndbandsins. Skemmtiatriði verða frá Stop Wait Go ásamt því að María mun árita myndir af sér.

Myndbandið var framleitt af kvikmyndafyrirtækinu Iris en nokkrir ungir drengir í Verslunarskólanum reka það félag.

Hvetjum alla FÁSES-félaga og vini til að mæta og styðja við bakið á framlaginu okkar – það er sko FÁSES-hjartað!