Bak við tjöldin með FÁSES

Við hjá fáses.is ákváðum að sýna ykkur aðeins frá því sem fram fer hér bak við tjöldin í Kaupmannahöfn. Það er mikil og skemmtileg vinna sem felst í því að flytja fréttir af stöðu mála og dögunum fyrir þessa stóru keppni og enginn tími til að slaka á. Af nógu er að taka – frá því að fylgjast með fyrstu æfingum, breytingum á sviðssetningu keppendanna til þess að fara á blaðamannafundi, taka viðtöl og myndir af keppendum og fylgjast með öllum veðbankaspám sem eru nú ófáar. Okkur langaði samt líka að sýna ykkur aðeins frá því umhverfi sem við erum að vinna í og vonum að þið fáið smá innsýn í hvernig það er að vera bak við tjöldin á þessari frábæru  keppni!