Fimm eftirtektarverðustu löndin á morgun – the ones to watch!

Það úir allt og grúir af ólíkum veðbankaspám og pælingum um hugsanlegan sigurvegara og hvaða keppendur muni enda í efstu sætunum í kvöld – stóru almennu veðbankarnir, stóra kosning OGAE aðdáendasamtakanna og ekki má gleyma snilldarlegu spánum frá Öllu um júróvisjón sem birt verður á morgun.

Fáses.is langar hins vegar að nefna nokkur lög sem hafa verið að gera góða hluti í vikunni og bendum við ykkur á að fylgjast sérstaklega vel með þessum löndum í lokakeppninni í kvöld:

freakyfortune-riskykidd-highres-photoii-1Grikkland – Rise up er að koma sjúklega vel út hjá Freaky Fortune og RiskyKidd og þeir eru mjög ofarlega í bókum bæði aðdáenda og blaðamanna hér á Köben. Það er ómögulegt að standa kyrr þegar þetta lag er spilað og allar æfingar hafa gengið afar vel hjá strákunum. Maður getur sagt að þeir séu alveg með’idda og miðað við það sem við höfum séð undanfarna daga þá munu þeir enda í einu af efstu sætunum.

Paula_Seling_&_Ovi_ESC_2010Rúmenía – Paula og Ovi eru líkleg til að gera góða hluti. Í fyrsta lagi lúkka þau ótrúlega vel saman á sviðinu, þaulæfð með mikið “chemistry” á milli sín. Ekki skemmir fyrir að þau eru með gott trix í sviðssetningunni til að framkalla kraftaverkið sem þau syngja um (þið takið eftir því strax í upphafi flutningsins þegar Paula hefur raust sína). Hér er á ferðinni mikið fagfólk og flutningur þeirra endurspeglar það. Loks má minnast á það að eftir komuna hingað til Köben hefur Ovi skellt smá auka lit í hárið á sér til að setja punktinn yfir i-ið.

mollyBretland – Molly er að koma vel út og er mjög samkvæm sjálfri sér þegar kemur að flutningi lagsins Children of the Universe. Hún stígur síðust á svið á úrslitakvöldinu með kraftmikið lag, með sterkum rythma þar sem hún syngur um vald fólksins. Uppreisnarblær og sterk sviðsframkoma getur ekki annað en unnið með henni. Þá steypir hinn klassíski gullfoss sér loks yfir hana í miðjum klíðum og það er ljóst að Molly mun loka keppninni með stæl.

3761168-Basim_Dansk Melodi Grand Prix 2014Danmörk – Basim gælir við myndavélina með  daðursfullu brosi. Danssporin hjá Dönunum eru útpæld og Basim og dansararnir hreyfa sig sem einn maður. Danir stíga á svið 23. í röðinni og eru því staðsettir á góðum stað – flutninglega séð. Hin grípandi laglína Cliche Love Song saman með þéttum danssporum, gleði og útgeislun Basims skilar Dönunum helling af stigum. Gaman er að geta þess að á tímabili taldi fáses.is Basim mjög líklegan kandídat í að vera pretty boy keppninnar vegna ákveðins skorts á þeim í ár (samanber Eric Saade, Alexander Rybak, Robin Stjernberg o.fl.). Við höfum hins vegar snúið frá því eins og kemur í ljós hér aðeins neðar.

Conchita heillandi á sviðinu.

Conchita heillandi á sviðinu.

Austurríki – Conchita, Conchita, Conchita! Hvað getum við sagt. Fáses.is gengur um með stjörnur í augunum og við erum sko head-over-heels in love! Conchita hefur unnið hug og hjörtu allra sem eru hér í Köben með einlægni sinni, þokka og þrusuflutningi. Þakið ætlaði að rifna af höllinni þegar hún flutti lagið sitt, Rise like a Phoenix, í seinni undankeppninni á fimmtudaginn. Ekki heyrðust orðaskil fyrir lófaklappi, stappi og öskrum þegar Lisa kynnir ræddi við hana í græna herberginu og Conchita tekur þessu öllu saman af mikilli yfirvegun og hófsemi. Í ljósi framangreinds er kannski augljóst að Conchita, uppáhald allra, er að okkar mati pretty boy keppninnar og slær öllum öðrum ref fyrir rassa. Þá er það stóra spurningin – nær hún að vinna hug og hjörtu evrópubúa á sama hátt og hún hefur unnið hug og hjörtu blaðamanna og aðdáenda, jafnvel með þeim árangri að við hittumst næst í Salzburg eða Vín?