Raddbönd félaga þanin

Að venju var fjör á árlegu Eurovision karaokí FÁSES sem fram fór 19. janúar síðast liðin. Félagar og nokkrir ferðamenn þöndu raddböndin til hins ítrasta á Kíkí og sungu að vanda lög úr öllum áttum. Þetta árið voru lög frá Svíþjóð og Ísrael sérstaklega vinsæl en meðal annars heyrðust lögin Made of Star framlag Ísraela í ár og Diggi loo-Diggy-lay sigurlaga Svía frá árinu 1984. Það kom svo engum á óvart að stemmninginn var gríðarleg þegar lögin Popular og You are my only one voru sungin af innlifun!

Við birtum hér örfáar myndir frá herligheitunum ásamt lagalistanum í heild sinni.

Lögin: Made of Stars (Ísrael), Lala love (Kýpur), Rise like a phoenix (Austurríki), My star (Lettland), Diggi-loo Diggy-lay (Svíþjóð), Ein bisschen Frieden (Þýskaland), Hear them calling (Ísland), Me and my guitar (Belgía), A monster like me (Noregur), You are my only one (Rússland), Silent storm (Noregur), Running (Ungverjaland), Golden boy (Ísrael), You are not alone (Bretland), Same heart (Ísrael), Neka mi ne svane (Króatía), Survivor (Melodifestivalen), Angel (Malta), Popular (Svíþjóð), Never forget (Ísland), Je T’adore (Belíga), Rhythem inside (Belgía), Just a little bit (Bretland), Merry me (Finnland), You (Svíþjóð), My number one (Grikkland).