Minnisleysi eftir áfengisneyslu – eðlilegt framhald hjá Rúmeníu


Söngkonan Roxen eða Larisa Roxana Giurgiu eins og hún heitir, var valin til að syngja nokkur lög í Selecția Națională sem var undankeppni Eurovision árið 2020. Þar var valið lagið Alcohol You til að vera Eurovisionlag Rúmena 2020. En það fór eins og það fór. En það var ákveðið að Roxen fengi annað tækifæri og nú með lagið Amnesia. Kannski eðilegt framhald. Minnisleysi eftir áfengisneyslu. Lagið er eftir Adelina Stîngă og Victor Bouroșu sem er einnig framleiðandi lagsins. Þau tala um að síðasta ár hafi verið líkast rússíbana, fullt af bæði góðum og slæmum stundum. Það sem hélt þeim gangandi voru góð tónlistarverkefni sem þau unnu að. Amnesia lýsir því hvernig það tekst einvern veginn að koma frá sér bældum tilfinningum þeirra sem hafa ekki fengið að tjá sig.

Roxen er fædd í janúar árið 2000 en er komin ansi hátt á störnuhimininn í Rúmeníu, þrátt fyrir að hafa aðeins starfað við tónlist í tvö ár. Hún er núna í 3ja sæti yfir mest spiluðu listamennina í rúmensku útvarpi og hefur átt nokkra stórsmelli. Roxen er lýst sem völdunarhúsi, með draumkenndan hljóm og dáleiðandi rödd sem býr til nýjan heim með hverju númeri sem hún gefur út.

Rúmenar hafa svo sannarlega ekki haldið sig við neina eina tónlistarlínu þegar kemur að Eurovision. Þeir hafa sent alls konar atriði og flest mjög eftirminnileg. Amnesia er enn ein útgáfan. Árangurinn hefur líka verið allskonar. Rúmenar reyndu fyrst að vera með árið 1993 en komust ekki í aðalkeppnina fyrr en ári síðar.  Þeir unnu forkeppnina árið 2005 með laginu Let Me Try en það lag endaði í 3ja sæti í lokakepnninni. Þeir urðu aftur í 3ja sæti 2010 með lagið Playing With Fire. Amnesia verður 21. framlag Rúmena í Eurovision og verður það á flutt í forkeppninni þriðjudaginn 18. maí.