Nú er loksins komið að þessu – á laugardaginn fáum við að vita hvaða lag keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision 2019!
Við í FÁSES erum alveg að farast úr spenningi og vildum endilega minna á stóru Söngvakeppnishelgina hjá FÁSES.
Föstudagurinn 1. mars
Eurovision karaoke í sal Samtakanna 78 kl. 20. Sjá nánar facebook viðburð. Við erum að safna nýjum lögum í karaoke safn FÁSES og munum henda inn uppfærðum lagalista inn á viðburðinn von bráðar. Boðið verður upp á snakk og gos en öllum frjálst að taka með sér sína eigin drykki. Látúnsbarkinn og hinn þrautþjálfaði framkvæmdastjóri Samtakanna 78, Daníel E. Arnarson verður karaoke- og hirðstjóri kvöldsins.<
Laugardagurinn 2. mars
Eurovision Zumba kl. 10-11:30 í Reebok Fitness Holtagörðum. Opið fyrir alla áhugasama. Flosi Jón Ófeigsson sér til þess að við verðum með danstaktana á hreinu fyrir kvöldið!
Fyrirpartý FÁSES á Ölver kl. 17-19. Eiríkur Hafdal rifjar upp góða trúbador takta og stýrir upphitun fyrir úrslitin. Tilboð á barnum og hægt að snæða kvöldverð á staðnum. Sjá nánar facebook viðburð.
Eftirpartý FÁSES á Ölver strax eftir úrslitin í Laugardalshöll. DJ Ohrmeister kemur alla leið frá Þýskalandi og getur ekki beðið eftir að spila fyrir íslenska Eurovision aðdáendur. Dansfjör fram eftir nóttu! Sjá nánar facebook viðburð.
Nú er ekkert annað eftir en að leggja lokahönd á aðdáendaplakatið fyrir showið, pússa FÁSES barmmerkið og hita upp röddina fyrir karaokeið.
Verið öll hjartanlega velkomin!