Sonja Valdín og Egill Ploder úr Áttunni, flytja lagið Hér með þér eftir Egil Ploder Ottósson og Nökkva Fjalar Orrason í seinni undankeppni Söngvakeppninnar þann 17. febrúar nk.
Vinsælasta samfélagsmiðlamerki Íslands, Áttan, tekur þátt í Söngvakeppninni í fyrsta sinn í ár. Þó ekki með týpískt Áttulag eins og hafa verið vinsæl hjá landanum undanfarin misseri en Hér með þér verður flutt af Agli Ploder og Sonju Valdín. Egill tók reyndar þátt í Söngvakeppninni 2014 með F.U.N.K. hópnum sem söng lagið Þangað til ég dey ásamt bróður sínum Franz (sem einnig er þekktur fyrir að hafa keppt með Bláum opal í Söngvakeppninni 2012). Hugmyndin að þátttöku í Söngvakeppninni kom upp á æfingu í World Class en 101 boys, Sturla Atla og Young Nazareth, æfa með Agli og Nökkva í allsvaðalegum MGT líkamsræktartímum þar. Sonja og Egil voru svo góð að taka á móti FÁSES.is í höfuðstöðvum Áttunnar í Garðabæ en þar var akkúrat verið að leggja línurnar fyrir komandi þátttöku þeirra í Söngvakeppninni.
FÁSES.is mælir með myndbandinu við lagið en Áttan fékk 18 Íslendinga til að kyssast í fyrsta skipti fyrir framan myndavél.