Þá er orðið morgunljóst að Ítalía vann stóru aðdáendakönnunina á vegum OGAE International. Fyrstu 10 sætin röðuðust svona:
- Ítalía – 497 stig
- Belgía – 335 stig
- Svíþjóð – 308 stig
- Frakkland – 277 stig
- Eistland – 242 stig
- Portúgal – 122 stig
- Búlgaría – 120 stig
- Makedónía – 107 stig
- Ísrael – 102 stig
- Finnland – 64 stig
Ítalía snapaði sér í hvorki meira né minna en tólfu frá 37 klúbbum af 44 sem kusu. Ísland með Svölu í fararbroddi fékk alls 9 stig í könnuninni og endaði þar með í 24. sæti. Ísland fékk 2 stig frá OGAE Króatíu, 1 stig frá OGAE Danmörk, 2 stig frá OGAE Pólland og 4 stig frá OGAE Rest of the World.
Þau lönd sem fengu ekki stig voru Albanía, Þýskaland, Litháen, Malta, Moldavía, Rússland (ákveðið var að taka þá ekki út úr könnuninni vegna heiðursmannasamkomulags), Slóvenía, Spánn og Úkraína. Nú eru æfingar komnar á fullt í Kænugarði og við verðum að bíða og sjá hvort þessi spá aðdáenda Eurovision standist.