Höndlar hann að vera Eurovision-stjarna í tvær vikur? FÁSES ræðir við Helga Val

Helgi Valur (Mynd: RÚV)

Helgi Valur (Mynd: RÚV)

FÁSES-liðar vilja að sjálfsögu velja þann keppanda sem höndlar það best að vera Eurovision stjarna í Stokkhólmi í tvær vikur og þann sem verður landi og þjóð til sóma. Munu keppendur Söngvakeppninnar höndla lélega tæknimenn, trítilóða Eurovision aðdáendur og hina fáranlega ströngu tímadagskrá Jónatans Garðarssonar? Til að ganga úr skugga um það fór FÁSES.is á stúfana og lagði aðdáendapróf fyrir keppendur.

Helgi Valur Ásgeirsson syngur lagið Óvær á síðara undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar 2016. Karl Olgeirsson á bæði lag og texta og er þetta annað lagið sem hann á í keppninni í ár. Helgi er trúbador sem hefur gefið út þrjár plötur með frumsöndu efni en þetta er í fyrsta skipti sem hann keppir í Söngvakeppninni. FÁSES hitti á Helga Val þegar hann var nýbúinn að klára æfingu í Háskólabíó og var að hlaupa til skraddarans til að hægt yrði að leggja lokahönd á búninginn hans.