FÁSES-liðar vilja að sjálfsögu velja þann keppanda sem höndlar það best að vera Eurovision stjarna í Stokkhólmi í tvær vikur og þann sem verður landi og þjóð til sóma. Munu keppendur Söngvakeppninnar höndla lélega tæknimenn, pólitíkina í Eurovision og hina fáranlega ströngu tímadagskrá Jónatans Garðarssonar? Til að ganga úr skugga um það fór FÁSES.is á stúfana og lagði hraðaspurningapróf fyrir keppendur.
Ingólfur Þórarinsson syngur lag sem hann samdi sjálfur, Fátækur námsmaður, á fyrra undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Við náðum tali af Ingó á skemmtistaðnum Austur þar sem hann var að fara skemmta Íslendingum eins og honum einum er lagið. Við verðum að segja að við vorum pínuponsu efins um að Ingó væri til í brjálaðar aðdáendaspurningar, Eurovision dans og söng. Það sem við höfðum rangt fyrir okkur! Þessi indælis drengur vippaði þessu öllu upp á engum tíma eins og sannur fagmaður. Hann var einnig mjög áhugasamur um starf FÁSES, facebook síðuna og vefinn, því mamma hans er víst hörku Eurovisionaðdáandi (vertu velkomin í klúbbinn mamma hans Ingó!).