Rokkballaða frá Georgíu í ár


Mánudaginn 2. mars sl. tilkynntu Georgíumenn um lagið sem þeir vildu senda til Rotterdam í maí. Georgía hefur verið með í Eurovision síðan árið 2007, fyrir utan árið 2009 þegar lagið þeirra We Don´t Wanna Put In var meinað um þátttöku þar sem það þótti bera pólitísk skilaboð í óþökk Vladimirs Putin Rússlandsforseta. Þetta er því 14. Eurovisionlag Georgíumanna. Þeir byrjuðu áætlega og náðu best 9. sæti 2010 og 2011. Árangurinn síðustu ár hefur hins vegar verið slakari og þeir hafa ekki komist í úrslit síðastliðin þrjú ár.

Eins og í fyrra notuðu Georgíumenn Georgian Idol keppnina til að velja flytjanda. Sú keppni byrjaði í lok október í fyrra og var um það bil vikulega til áramóta, en lokaþátturinn var á gamlárskvöld. Í byrjun voru áheyrendaprufur og fjórir dómarar völdu hverjir kæmust áfram. Frá 16. nóvember var komið að almenningi að kjósa og einn keppandi datt úr hvert kvöld. Fjórir keppendur voru eftir á úrslitakvöldinu. Tornike Kipiani var annar í símakosningunni fyrsta kvöldið, en alltaf í fyrsta sæti eftir það. Það munaði reyndar ekki miklu á lokakvöldinu. Tornike fékk 33,82% atkvæða, en Barbara Samkharadze 31,18%. Tornike er hins vegar vanur sigurvegari í söngvakeppnum en hann vann X Factor keppnina í Georgíu árið 2014.

Hér má sjá Tornike taka Kylie Minogue slagarann Can´t Get You out of My Head í rokkaðri útgáfu í X Factor keppninni 2014.

Tornike fæddist í Tblisi árið 1987. Lítið má finna um tónlist sem hann hefur komið að síðan hann vann X Factor þar til nú, en hann gaf þó út lagið You Are My Sunshine árið 2017.

Nýtt ár hófst á því að velja lag fyrir Tornike og Gerorgíu. Lagið sem varð fyrir valinu heitir Take Me As I Am og er eftir Tornike og Aleko Berdzenishvili. Aleko þessi átti líka lag í georgísku söngvakeppninni 2017. En hér er lagið, kraftmikil rokkballaða. Nú er það spurning hvort Georgíumenn komast áfram í ár. Þessa dagana telja veðbankar það tæpt og yrði Tornike níundi eða tíundi áfram upp úr seinni undankeppninni 14. maí.