Trúum að við verðum hvað sem verður

Tómas Helgi Wehmeier og Sólborg Guðbrandsdóttir flytja lagið Ég og þú eftir Tómas Helga Wehmeier, Sólborgu Guðbrandsdóttur og Rob Price með texta eftir Davíð Guðbrandsson í fyrri undankeppni Söngvakeppninnar þann 10. febrúar nk.

FÁSES.is hitti á Tómas og Sólborgu á milli æfinga og undirbúningserinda – það er greinilega heilmikið stúss að taka þátt í einu stykki Söngvakeppni. Tómas og Sólborg voru bæði í The Voice á síðasta ári og hafa verið að fást við ýmislegt tónlistartengt. Sólborg hefur gefið út kraftmikil lög síðustu misseri og Tómas hefur verið að trylla þorrablótslýðinn. Eins og sjá má af viðtalinu fyrirfinnst varla hressara fólk en Tómas og Sólborg – það er spurning hvernig það kemur út í Háskólabíói að hafa dreka á sviðinu!

Við hvetjum ykkur eindregið til að kíkja á myndbandið við lagið Ég og þú.

Ég og þú

Ég og Þú tekur þátt í söngvakeppninni næstkomandi laugardagskvöld klukkan 19:45. Kosningarnúmerið okkar er 900-9902. Vonumst eftir þínum stuðningi.Hérna er myndband við lagið okkar, takk fyrir áhorfið.Sérstakar þakkir til RVK events og þeirra starfsmanna, Dronefly.is, Luxor, Ísak 4×4 car rental, Netgíró, Nettó, Verslunarmannafélagi Suðurnesja og öllum þeim sem að þessu komu.#söngvakeppnin #söngvakeppnin2018

Posted by Tómas & Sólborg on 6. febrúar 2018