Nú dansa ég við hjartað mitt


Þórunn Antonía flytur lagið Ég mun skína eftir sig og Agnar Friðbertsson í fyrri undankeppni Söngvakeppninnar þann 10. febrúar næstkomandi.

FÁSES.is hitti Þórunni Antoníu og Agga á dögunum og fékk þau aðeins til að Eurovision sprella. Að eigin sögn er Þórunn Antonía mjög spennt fyrir þátttökunni í Söngvakeppninni en þetta er í fyrsta skipti sem hún hendir inn lagi í keppnina. Hún og Aggi ákváðu eftir að lagið Ég mun skína varð til að senda það inn en það var ekki sérstaklega samið með Söngvakeppnina í huga. Lagið fjallar um erfiðleika og mótlæti sem við mætum öll í lífinu – að standa upp og skína þrátt fyrir allt.