Svala kveður skerið

Áður en Svala kvaddi skerið fyrir förina til Kænugarðs átti hún góða stund með aðdáendum sínum í Kringlunni en það var Vodafone sem stóð fyrir viðburðinum í lok síðustu viku. Gafst áhangendum færi á að hlýða á góðan árangur æfinga Eurovision teymisins síðustu vikur og hitta stjörnuna. FÁSES.is var að sjálfsögðu á staðnum og gafst tækifæri á að taka stutt viðtal við Svölu. Felix Bergsson, sem nú tekur við af Jónatani Garðarsyni sem fararstjóri íslenska hópsins, sagði að undirbúningur fyrir Kænugarð hafi gengið eins og best verður á kosið. Einnig heyrðum við að æfingar gengu svo vel að hópurinn hafi fengið aukafrídag síðasta föstudag sem eflaust hefur verið kærkomið til undirbúnings fyrir utanförina í dag.

FÁSES.is bíður síðan spennt eftir frumflutningi á búningi Svölu. Samkvæmt snappinu hennar (svalakali) er hann hvítur og hefur Star Trek skírskotun. Búningurinn verður frumsýndur á wiwibloggs.com í næstu viku – fylgist með því!

Við tókum Svölu í létt Eurovision próf að hætti FÁSES: