OGAE Big Poll 2017: Stig FÁSES félaga kunngjörð

Árlega standa regnhlífasamtök allra OGAE Eurovisionklúbbanna, OGAE International, fyrir kosningu meðal félagsmanna þar sem félagar aðdáendaklúbbanna velja sín eftirlætis Eurovisionlög í keppninni í ár. Nú hafa stig FÁSES félaga verið kunngjörð en þau féllu þannig:

  1. Ítalía – 456 stig
  2. Belgía – 424 stig
  3. Svíþjóð – 356 stig
  4. Portúgal – 326 stig
  5. Frakkland – 274 stig
  6. Makedónía – 245 stig
  7. Búlgaría – 244 stig
  8. Ástralía – 212 stig
  9. Eistland – 199 stig
  10. Aserbaídjsan – 189 stig

Niðurstaðan kemur kannski ekkert sérstaklega á óvart þar sem Ítalía hefur fengið 25 tólfur af 29 mögulegum (og af því að auðvitað má ekki kjósa sitt eigi framlag svo FÁSES meðlimir gátu ekki kosið Svölu!). Armenía, Noregur og Svartfjallaland rétt misstu af því að komast inn á topp tíu listann. Fylgjast má með kosningunni í OGAE Big Poll hér. Nú er staðan þannig að Ítalía, Belgía og Svíþjóð raða sér í efstu þrjú sætin nú þegar 29 OGAE klúbbar hafa kosið af 44.