Eurovision Partý í London

Nú er Eurovisionvertíðin í fullum blóma og atriðin sem taka þátt í ár flakka á milli landa til að kynna sig og vonast til þess að veiða atkvæði atkvæði. Það eru fyrirpartý í gangi út um allt en það eru tvö sem flestir vilja taka þátt í. Annars vegar er það Eurovision partýið í London og síðan í Amsterdam. Um síðustu helgi fór partýið fram í London og voru alls 22 atriði sem komu fram og eru að keppa um tiltilinn í Kænugarði ásamt þremum sigurvegurum úr fortíðinni Ruslana, Conchita og síðast en ekki síst Linda Martin.

Fulltrúar eftirtaldra landa komu fram voru: Frakkland, Danmörk, Belgía, Malta, Ítalía, Rúmenía, Makedónía, Noregur, Pólland, Búlgaría, Þýskaland, Albanía, Bretland, Spánn, Tékkland, Austurríki, Finnland, Úkraína, Slóvenía, Svíþjóð, Svartfjallaland og Lettland.

FÁSES meðlimirnir Hlynur Skagfjörð Sigurðsson og Wivian Renee Kristiansen voru á svæðinu og tóku púlsinn á partýinu. Þau eru einnig bæði að skrifa Eurovision tengdar fréttir fyrir ESCextra og ef þið hafið áhuga að vita hvað þau eru að skrifa um þá er linkurinn hérna. Við spurðum þau nokkurra spurninga um upplifunina og voru þau í skýjunum með partýið.

Image may contain: 2 people, selfie and closeup

Wivian & Hlynur í góðum gír í London

Við spurðum Hlyn hvaða lög hafi slegið í gegn og segir hann að Ítalinn hafi verið með salinn alveg með sér. Eins og sést á myndbandinu sem Wiwibloggaranir tóku þá gerði hann bara grín af sjálfum sér og sló á létta strengi því hann er ekki mjög sterkur í ensku. Hlynur bætir jafnframt við að búlgarski söngvarinn hafi verið sá sterkasti raddlega séð um kvöldið. Ég er ekki frá því að Hlynur hafi eitthvað til síns máls miðað við myndbandið þó að hljóðið sé ekki nægilega gott.

Hlynur segir hinsvegar að Rúmenía hafi komið sér mikið á óvart og fékk mikinn meðbyr í salnum og á “live chattinu”. Það er ennþá erfitt að sjá hvort Rúmenum sé alvara með þessu atriði eða hvort þetta sér eitt af þessum grínatriðum. Sama hvað menn segja þá var fólkið greinilega að fíla þau í London og kannski bara nauðsynlegt að hafa svona atriði á milli allra þessara ballaða sem eru í boði.

Að lokum spurði ég Hlyn hvað honum þætti um að Svala kæmi ekki fram í þessum fyrirpartýum og vorum við sammála um að það væri synd að rödd hennar heyrðist ekki því hún myndi slátra partýinum með framkomu og söng. Hvort það hafi einhver áhrif á það hvort hún komist upp úr undankeppninni er ekki gott að segja. Hlynur bætir við að Jamala framlag Úkraínu í fyrra hafi ekki verið fyrirferðamikið í fyrirpartýum en hún kom, sá og sigraði í Stokkhólmi.

Það eru svo stórtónleikar framundan í Amsterdam þann 8. apríl þar sem 28 atriði hafa staðfest komu sína þegar þetta er skrifað. Það verður gaman að fylgjast með þessu og FÁSES reynir að vera með púlsinn á þessu öllu saman.