Sólveig: Ekki lengur sturtusöngkona!

Þá hefst umfjöllun FÁSES.is um keppendur Söngvakeppninnar í síðari undarriðli sem fram fer í Háskólabíó 4. mars nk. Sólveig Ásgeirsdóttir keppir í seinni undankeppni Söngvakeppninnar með lagið Treystu á mig eða Trust in me á ensku (frábær acoustic útgáfa hér!). Lag og enski textinn er eftir systur Sólveigar, Iðunni, og mamma þeirra Ragnheiður Bjarnadóttir (systir Trausta Bjarnasonar sem margir Söngvakeppnismógúlar þekkja!) skrifar íslenska texta lagsins.

FÁSES.is hitti á Sólveigu og Ragnheiði á æfingu í Tækniskólanum, en þar heldur mamma hennar um stjórnartaumana. Sólveig, sem starfar hjá Advania og kennir Beyoncé dansa í Kramhúsinu, er einn af nýliðum Söngvakeppninnar í ár og verður þetta í fyrsta skipti sem hún kemur fram á svo stóru sviði. Við ræddum við Sólveigu um hvað komi helst á óvart við þáttöku í keppni sem þessari, tungumálaregluna viðfrægu og hverju við megum eiga von á þegar Treystu á mig teymið stígur á stokk 4. mars. Að sjálfsögðu fengum við Sólveigu til að syngja smávegis fyrir okkur en síðast en ekki síst fengu fréttarritarar FÁSES nasaþefinn af því hvernig er að vera í Beyonce tíma hjá Sólveigu!