Hvað finnst FÁSES-liðum um Söngvakeppnina í ár?

Komiði sæl og blessuð! Þá er komið að því að athuga púlsinn hjá FÁSES-liðum fyrir komandi Söngvakeppni. Er fullkomlega óljóst hver er að fara taka þetta eða fullkomlega augljóst? Hvað fellur best í kramið og getur verið að Eurovision komi loksins til Reykjavíkur á næsta ári?

Gísli Ólason Kærnested

Hvernig líst þér á söngvakeppnina í ár? Vá, gæti ekki verið meira spenntur. Vel unnin og vel valin lög.  Hlakka mikið,til að sjá hvernig þessi lög koma til með að líta út á sviðinu. Er líka mjög ánægður með að við getum hlustað á öll lögin bæði á íslensku og ensku fyrir keppnina.

Hverjir verða í topp 2? Það er erfitt að spá hverjir verða i efstu sætunum, ég er alltaf að skipta um skoðun. Akkúrat á þessu augnabliki held ég samt að í 3. Sæti verði Arnar og Rakel með lagið Til mín. Í 2. sæti verður það Hildur með lagið Bammabaramm og er nokkuð viss um að Svala verði í 1. sæti með lagið Ég veit það.

Hvaða lag er í uppáhaldi hjá þér? Svala er í uppáhaldi en það eru ábyggilega 5 önnur sem eru þá 99% í uppáhaldi.

Verður Eurovision í Reykjavík 2018? Má segja kannski?

Halldór Ívar Stefánsson

Hvernig líst þér á söngvakeppnina í ár? Mér líst voða vel á keppnina í ár, mjög sterk keppni, en misgóð lög.

Hverjir verða í topp 2? Ég held að Svala og Aron Brink verði í topp 2. Ég held með Svölu og vona að hún vinni, en ég þoli ekki lagið hans Arons. En miðað við hvað aðrir hafa talað um þá hljómar eins og að hann sé samkeppni.

Hvaða lag er í uppáhaldi hjá þér? Svala er mitt uppáhald, lagið hennar er langbest að mínu mati.

Verður Eurovision í Reykjavík 2018? Ef að við veljum rétt þá er alveg möguleiki á því.

Anna Sigríður Hafliðadóttir

Hvernig líst þér á söngvakeppnina í ár? Mjög vel. Í söngvakeppninni er góð blanda af hressum, fallegum og hlýjum lögum. Ég er sérstaklega glöð að sjá ný andlit í tónsmíðunum og bak við hljóðnemana.

Hverjir verða í topp 2? Stórt er spurt og því lítið um svör. En, ef almannatengsla- og dægurmálaspekúlantinn í mér fær að giska, verður það líklega Svala Björgvins og Aron Hannes sem taka bráðabanaslaginn 11. mars.

Hvaða lag er í uppáhaldi hjá þér? Ég fékk virkilega góða gæsahúð þegar ég heyrði lagið hennar Sólveigar og svo kann ég að meta pop-Bieber fílinginn hjá Aroni Hannesi.

Verður Eurovision í Reykjavík 2018? Nei, ætlum við ekki á einhverja sólarströndina á næsta ári?

Sissel Irene Kristoffersen

Eins og margir vita eru ekki einungis Íslendingar í FÁSES heldur njótum við þess að eiga meðlimi hér og þar um heiminn. Því var ekki úr vegi að athuga hvernig Söngvakeppnislögin leggjast í meðlimi á erlendri grundu og var Sissel frá Noregi fyrir svörum.

How do you like the contest this year? The songs this year has a higher standard than for years. They are all radio material, something for everyone to listen to. However, the variety is not very big, they all revolve around pop in some way or another. Also, there is no song that really stands out from the others.

Who will be in top 2? Mér við hlið (I see that he wrote both music and lyrics himself, bonus points!). The only song who has a bit of rock feel, and he sings well. Nótt -nice dance song, and the English lyrics are good. Runners upp are Skuggamynd and Til mín.

What is your favorite song? My favourite is Mér við hlið.

Will Eurovision be in Reykjavík 2018? Eurovision 2018 will not be in Reykjavik…. But I’m crossing my fingers and counting on it to happen within the next few years!