Erna Mist og Skuggamyndirnar

Erna Mist Pétursdóttur tekur í annað skipti þátt í Söngvakeppninni næstkomandi laugardagskvöld 25. febrúar. Í fyrra keppti hún með Magnúsi og sungu þau Ótöluð orð en í ár verður Erna ein í frontinum með lag eftir sjálfan sig, Skuggamynd eða I’ll be gone á ensku. Íslenska texta lagsins samdi móðir hennar, Guðbjörg Magnúsdóttir. Reyndar er þátttaka Ernu í á eilítið fjölskyldupródukt því amma hennar er í þessum töluðu orðum að sauma á hana glæsilegan sviðskjól.

FÁSES.is hitti á þessa ungu hæfileikaríku konu í Menntaskólanum í Hamrahlíð þar sem við fengum náðarsamlegast að stela henni í hálftíma frá leiklistaræfingu. Já, Erna er ekki bara tónskáld og söngkona heldur einnig leikkona og efnilegur myndlistarmaður. Þvílíkur talent í þessari stelpu! Í viðtali við FÁSES.is segir Erna okkur frá sviðsetningu atriðsins í Háskólabíó, hljómsveitinni sinni og þáttöku í Músíktilraunum, auk þess sem hún syngur fyrir okkur Söngvakeppnislagið sitt. Gangi þér vel Erna!