Það verður ekki annað sagt en að við Eurovision aðdáendur höfum fengið ýmislegt fyrir okkar snúð um umliðna helgi. Í tilefni af 30 ára þátttökuafmæli Íslands í Eurovision var efnt til mikillar júró-veislu í Laugardalshöllinni. Og þetta var fyrir utan veisluna úr fyrra undanúrslitakvöldi þar sem við fengum að sjá Sturla Atlas og 101 Boys taka Gleðibankann og Páll Óskar taka Eurovision þjóðsönginn Við vinnum þetta fyrirfram. Seinna undanúrslitakvöldi var ekki síðra en þá fengum við að njóta Eurovision syrpu Pollapönks og Högni Egilsson taka ógleymanlega útgáfu af Allt out luck.
Kvöldið opnaði á stórkostlegu opnunaratriði þar sem flestir Eurovision-fararnir okkar tróðu upp. Þessi lög fengu við að heyra í syrpunni: Unbroken – Eitt lag enn – Tell me – Þá veistu svarið – Never forget (en þó ekki Jónsi með!) – Minn hinsti dans – Burtu með fordóma – Open your heart – Nætur – Það sem enginn sér – Coming home – If I had your love – Nína – Núna – Is it true – Angel – Nei eða já – All out of luck – Je ne sais quoi – This is my life – Gleðibankinn.
Við söknuðum að sjálfsögðu hinna sjö laganna þannig að listinn yfir öll íslensku Eurovision lögin yrði fullkomnaður: Hægt og hljótt – Þú og þeir (Sókrates) – Sjúbídú – Heaven – Congratulations – Valentine Lost – Ég á líf. En það er náttúrulega ekki hægt að gera okkum öllum til hæfis samtímis!
Í hléi fengum við að sjá Maríu Ólafsdóttur, sigurvegarann frá því í fyrra, og Friðrik Dór, sem rétt missti af sigrinum, taka Lítil skref og Í síðasta skipti. Allur salurinn söng að sjálfsögðu með og er ekki erfitt að ímynda sér að þessi tvö lög eigi eftir að lifa með Eurovison-þjóðinni í framtíðinni.
En ekki var showið enn búið – nú var komið að Söndru Kim, belgíska sigurvegaranum frá 1986 en hún elskar enn lífið.
Í enn einu símakosningahléinu var svo loksins komið að Eurovision átrúnaðargoði okkar allra – sigurvegaranum frá 2012, Loreen. Mikið var hún dásamlega stórkostleg – verandi í alíslenskum sundbol frá EYGLÓ úr Kiosk!
Mikið var dásamlegt að vera íslenskur Eurovision aðdáandi þetta kvöld – takk fyrir okkur!