EKKI MISSA AF ÞESSUM Á LAUGARDAGINN!

Ítalía

Ítalarnir í Il Volo stigu fyrst á stokk þennan bjarta og fallega sunnudagsmorgun í Vín. Ungu strákarnir með stóru ástina svifu alla í Wiener Stadthalle með sér í stórkostlegu atriði sínu – já það er stórkostlegt! Eins og við var að búast voru búningarnir vel sniðin, ítölsk jakkaföt og hvítar skyrtur (they‘re Italian!) og grafíkin á sviðinu er frekar einföld en falleg – rómanskar styttur af ljónum og gyðjum án handleggja. Einföld sviðsetning en þegar strákarnir byrja að þenja raddböndin er eins og hljóðveggurinn skelli á manni eins og tsunami og lagið lætur engan ósnortinn. Viðbrögðin í blaðamannahöllinni voru eftir því – blístrað og klappað. Þegar þeir höfðu tekið nokkur rennsli var alveg ljóst að Il volo voru ekki á fullu gasi – eflaust að spara sig fyrir stóra kvöldið á laugardaginn – og voru mjög afslappaðir á sviðinu, töltu um sviðið í hægðum sínum eins og til að fá tilfinningu fyrir því. Enn og aftur er myndatakan ekki upp á marga fiska – strákarnir voru að líta í rangar myndavélar eða réttara sagt, myndavélaskotin voru greinilega ekki eftir handritinu.Ítalía 2

Blaðamannafundurinn eftir æfinguna var mjög góður og kepptust Ignazio, Piero og Gianluca um að fá orðið til að koma að hnyttnum svörum og sínu ítalska sjarmablikki. Þeir gáfu lítið út á myndatökufúsk ORF á svæðinu – sögðu að austurríska sjónvarpið væri samvinnufúst og verið væri að smyrja þetta allt saman. Þegar þeir voru þátttakendur í San Remo söngvakeppninni voru þeir strax spenntir fyrir að keppa fyrir hönd Ítalíu í Eurovision – „We are going to bring our Grande Amore“. Aðspurðir hvort þeir væru búnir að hittta sína GRANDE AMORE voru þeir fljótir að biðja um næstu spurningu (eitthvað fyrir FÁSES-liða í Vín að kíkja betur á?). Þeim finnst álagið í Eurovision býsna svipað San Remo en þeir viðurkenna samt að þeir séu með fiðrildi í maganum. Markmið Il volo er að gera popplög í klassískum anda fyrir alla aldurshópa, líka unglingana með Ipodinn. Þeir vildu alls ekki viðurkenna að þeir syngju óperur enda væru þeir allt of ungir fyrir slíkt. Að lokum voru Ignazio, Piero og Gianluca beðnir um að taka Ave Maria en það tókst ekki allt of vel hjá þeim – eflaust voru þeir ekkert búnir að undirbúa sig fyrir söng á blaðamannafundum (annað en okkar stelpa sem pakkar blaðamannamönnunum saman hér í Vín með yndislegum söng hvað eftir annað).

Í hvaða myndavél eigum við eiginlega að vera horfa í?

Í hvaða myndavél eigum við eiginlega að vera horfa í?

Kjaftasögur ganga í blaðamannahöllinni um að EBU (European Broadcasting Union) og RAI (ítalska ríkissjónvarpið) vilji ekki að keppnin verði haldin í Ítalíu. Eurovision er nefnilega alls ekki vinsæl á Ítalíu enda yfirtaka vinsældir dægurlagakeppninnar San Remo allt. Ítalir unnu Junior ESC 2014 en vilja nú ekki halda keppnina og verður hún því haldin í Búlgaríu nú í nóvember. Við sjáum hvernig þetta fer allt saman fari svo að PIG (Piero-Ignazio-Gianluca) vinni!

Þýskaland

Það verður ekki annað sagt en að Ann Sophie hafi komið öllum á óvart hér í Stadthalle með svarta reyknum sínum. Væntingar voru í lágmarki en kom svo ekki Annan góða með Lenu-enskuna sína, gyllta beltið hennar Sönnu Nielsen og þokkafullar hreyfingar og sjarmeraði okkur upp úr skónum! Hér er um að ræða flott og nútímalegt atriði og vel sungið lag. Ann er með fjórar bakraddir sér til stuðnings og fullt af lömpum líka (ekki syngjandi þó). Myndatakan enn einu sinni í ruglinu en þar sem þetta er fyrsta æfingin hjá Þjóðverjunum hlýtur þetta að smella saman í vikunni.Þýska gellan (2)

Á blaðamannafundi eftir æfinguna undruðust menn þessa fínu ensku sem Ann Sophie talar – það kom fljótt í ljós að hún hefur búið í London og New York. Ann Sophie er mjög skapandi, hún er lagahöfundur, fyrrverandi balletdansari, lærði leiklist í New York, söngkona og meira segja barnabókahöfundur. Umfjöllunarefni bókarinnar hljómar agalega krúttlega – hún er um maríubjöllu sem hefur misst doppurnar sínar og er á ferðalagi að leita að þeim. Að sjálfsögðu var Ann Sophie spurð út í atvikið í þýsku undankeppninni og í því sambandi hvort hún trúir á forlögin eða á heppnina. Ann var mjög hreinskilin og sagðist hafa verið mjög pirruð þegar Andreas afþakkaði boðið um að fara fyrir hönd Þýskalands í Eurovision í beinni útsendingu. Mátti hún vera ánægð með að hafa komist áfram eða ekki? Þegar öllu er á botninn hvolft er Eurovision draumur sem varð að veruleika fyrir Ann Sophie. Að lokum tók daman lag eftir idolið sitt Beyoncé, Irreplaceable.þýskaland 1

Ástralía

Æfingu stóru landanna sjö lauk með Ástralum þar sem Guy Sebastion átti sviðið með lagi sínu Tonight Again. Guy mætti með hatt á höfði, fjórar bakraddir, ljósastaura, böns af ljóskösturum og götulúkk á grafíkinni þar sem háhýsin þjóta hjá. Það verður ekki annað sagt en að Ástralarnir ætli að koma með götupartýið til Vínar! Fyrirfram bjuggust menn við brjáluðu showi hjá „Them Down Under“ – einhverjum brjáluðum gimmikkum, búningaskiptum, hasarhlaupum og handarhlaupum. En nei ekkert svoleiðis. Ástralarnir eiga samt skilið að við kíkjum á þá – þetta er nú í fyrsta, og jafnvel eina, skiptið sem þeir keppa. Eins og FÁSES.is er sífellt að nöldra um var myndvinnslan ekki góð og mjög hæg í tilviki Ástrala. Eins og einhver orðaði hér í höllinni: „Það er ekki verið að nota allt myndavélatæknidótið sem er til!“. Bottom line er að Guy er frábær söngvari og meira segja í dag þegar hann var að drepast úr flensu (hann söng bara á fyrsta rennslinu, hin rennslin voru tekin án söngs).ástralía 1

Blaðamannafundurinn eftir æfingu var mjög vel sóttur enda ekki við öðru að búast þegar taka á sem best á móti Áströlunum. Guy er mjög afslappaður náungi og stór hluti blaðamannafundarins fór í að ræða tattooin hans. Hann er semsagt með Bítlatattoo, Martin Luther King tattoo, „Life is what happens when you are busy making other plans“ tattoo og síðast en ekki síst fönix tattoo á allri vinstri hendinni (halló Conchita!). Guy var mjög ánægður með Eurovision sviðið og móttökurnar í Vín. Reyndar hrósaði hann skipulagningunni og sagði þetta allt ganga smurt. Fjölmiðlakonan sem stjórnaði fundinum laumaði því að honum að ORF tæknimennirnir væru í skýjunum með æfinguna hans Guy. Vekur það óneitanlega upp spurningar um hvort öll framlögin sitji við sama borð hér í Vín hvað myndatöku og tækniaðstoð varðar. Guy fer mikið á brimbretti heimafyrir í 20°C heitum sjó. Í póstkortinu sínu fór hann á brimbretti í Salzburg – það var aðeins kaldara! Að lokum tóku Guy og félagar Tonight Again án undirleiks og heppnaðist það undursamlega þrátt fyrir flensuskít aðalsöngvarans (sjá myndbandsbút á FÁSES facebook).

Verðum bara að setja inn aðra mynd af Guy - hann er nú meiri súkkulaðistrákurinn!

Verðum bara að setja inn aðra mynd af Guy – hann er nú meiri súkkulaðistrákurinn!