Frá sérfræðingnum – Steinunn spáir í búninga

Steinunn Björk Bragadóttir sendi FÁSES.is skemmtilegan pistil um búninga í Eurovision.

Sérfræðingur fases.is: Steinunn Björk

Sérfræðingur fases.is: Steinunn Björk

Nú fer spennan að magnast, það eru bara nokkrir klukkutímar í að besti skemmtiþáttur Evrópu fer í loftið. En það er ekki einungis lögin eða úrslitin sem menn bíða spenntir eftir, alla vega ekki af minni hálfu. Það er nefnilega einn stór þáttur sem skiptir jafn miklu máli og lagið eða hvort flytjandinn eða flytjendurnir geti flutt lagið á sómasamlegan hátt. Ég er auðvitað að tala um búningana.  Búningarnir eru nefnilega ekki minna mikilvægir þegar kemur að því að koma fram fyrir framan alla Evrópu og vinna hug og hjörtu áhorfenda.

Á hverju ári eru miklar vangaveltur um það í hvernig búningum keppendurnir eru í, það spá allir í því hvort sem þeir vilja viðurkenna það eða ekki. Því miður tekst ekki öllum jafnvel að heilla áhorfendur með klæðaburði sínum, og í öfgafyllstu tilfellum hefur búningunum meira að segja verið kennt um lélegt gengi ákveðins lands (það muna allir eftir umræðunni um Aladdín buxurnar hennar Selmu árið 2005).

Fyrsta búninga „hneykslið” sem ég persónulega man eftir er frá árinu 1991. Þá keppti hin litríka Baby Doll fyrir hönd Júgóslavíu þegar keppnin var haldin í Róm. Nú veit ég full vel að tískan hefur breyst með árunum, það muna allir eftir pastellituðu jökkum þeirra Stebba og Eyfa, en þeir voru eflaust mjög töff á þeim tíma. En það getur engin sagt mér að þetta hafi þótt töff, ekki einu sinni á ‘early 90’s’ mælikvarða.

Ári seinna, þegar keppnin var haldin í Malmö, vakti annar dönsku keppendanna mikla athygli fyrir búningaval sitt. Hún Lotte Nilsson mætti á svið í fokdýrum og efnislitlum kjól, aðeins of efnislitlum að margra mati.

Það er dálítið fyndið að hugsa til þess að þessi kjóll hafi sært blygðunarkennd Evrópubúa, hún er nú alla vega í stuttbuxum innanundir. En árið 1992 þótti þetta ekki velsæmandi. Ég er nokkuð viss um að sömu aðilar fengu hland fyrir hjartað ef þeir séu suma efnisbútanna sem keppendur hafa mætt í sviðið síðustu ár.

Annars ætla ég bara að hoppa yfir nánast allan tíunda áratuginn hvað varðar klæðaburð, maður svona í alvörunni veit stundum ekki hvort fólk hafi verið að meina það með suma búningana, en ég held að tískubylgjur tíunda áratugarins hafi meira um það að segja en slæmt tískuvit keppenda.

Ég staldra þó aðeins við á árinu 1999. Enn það dag í dag skil ég ekki hvers vegna hin spænska Lydia ákvað að velja kjólinn sem hún var í þegar hún steig á svið. Og það tók mig mörg ár að fatta að þetta ætti að vera hjarta sem kæmi uppúr hálsmálinu, eða ég held það alla vega. Ef ekki þá heldur ráðgátan áfram.

Lydia Vestido (www.topeurovision.com)

Lydia Vestido (www.topeurovision.com)

Eftir árið 2000 virðist hafa orðið einhvers konar sprengja í misefnismiklum búningum, á fyrstu árum áratugarins varð það til dæmis mjög vinsælt að rífa sig úr fötunum á sviðinu. Ein af þeim fyrstu til að gera það var hin geðþekka Linda sem keppti fyrir hönd Hollands árið 2000. Hún hóf flutning sinn íklædd röndóttu fallhlífaregntjaldi en reif sig svo úr því þar sem birtist þessi líka „smekklegi” silfurgrái tjásukjóll.

Þótt að stór hluti af klæðaburðinum í Eurovision megi skrifa á missmekkleg tískutrend eftir árum og áratugum þá er bara ekki hægt að réttlæta allar ‘múnderingar’ með því að segja að þetta hafi verið í tísku á sínum tíma. Til dæmis fannst mér búningarnir hjá makedónsku stelpunum árið 2000 mjög töff á þeim tíma (vil benda á að ég var 14 ára).

Makedónía 2000 (eurovisionmacedonia.weebly.com)

Makedónía 2000 (eurovisionmacedonia.weebly.com)

En ég get ekki sagt það sama um klæðaburðinn á bresku söngkonunni árið 2002.

Bretland 2002 (news.bbc.co.uk)

Bretland 2002 (news.bbc.co.uk)

Kannski var mitt eigið tískuvit búið að þroskast, hvað veit ég, en þrátt fyrir að Pocahontas tískan hafi verið allsráðandi á þessum tíma, þá var þetta bara aðeins of mikið.

Til að undirstrika hversu mikla athygli búningar keppenda fá þá voru stofnuð sérstök verðlaun árið 1997 sem veitt eru því atriði sem þykir hafa borið höfuð og herðar yfir aðra keppendur hvað varðar ljóta búninga. Barbara Dex verðlaunin eru nefnd eftir belgískri söngkonu sem tók þátt fyrir hönd sitt land árið 1993, en klæðnaður hennar þótti víst einstaklega ljótur, og eru það aðdáendasíða House of Eurovision sem veitir þessi verðlaun.

Barbara Dex (www.eurovisiongeneration.tumblr.com)

Barbara Dex (www.eurovisiongeneration.tumblr.com)

Hér koma nokkur dæmi um atriði sem hafa hlotið verðlaunin.

Grikkland 2002 – Grikkir sendu Robocop sérsveitina þetta árið (www.eurovision.de)

Grikkland 2002 – Grikkir sendu Robocop sérsveitina þetta árið (www.eurovision.de)

 

Rúmenía 2004 – Þessi gleymdi að fara í fötin yfir korselettið (www.wiwibloggs.com)

Rúmenía 2004 – Þessi gleymdi að fara í fötin yfir korselettið (www.wiwibloggs.com)

 

Portúgal 2006 – No comments! (www.virginmedia.com)

Portúgal 2006 – No comments! (www.virginmedia.com)

 

Andorra 2008 – Lítur út fyrir að söngkonan hafi ákveðið að vera með sviðið á höfðinu (www.wiwibloggs.com)

Andorra 2008 – Lítur út fyrir að söngkonan hafi ákveðið að vera með sviðið á höfðinu (www.wiwibloggs.com)

 

Georgía 2011 – Georgíubúar lögðu mikið uppúr því að auglýsa að þetta væri georgísk hönnun (www.wiwibloggs.com)

Georgía 2011 – Georgíubúar lögðu mikið uppúr því að auglýsa að þetta væri georgísk hönnun (www.wiwibloggs.com)

Núverandi handhafar verðlaunanna er serbneska atriðið frá því í fyrra, en ef ég man rétt þá líkti ég þeim víst við and-feminíska útgáfu af Candy Crush og er ég alveg á því að þetta sé eitt það ljótasta sem sést hefur í langan tíma í Eurovision.

Serbía 2013 (Albin Olsson)

Serbía 2013 (Albin Olsson)

En Eurovision er nú ekki eingöngu uppfullt af illa klæddu fólki. Hér eru dæmi um nokkra vel heppnaða búninga, allt er þetta auðvitað mitt persónulega mat og þarf á engan hátt að endurspegla mat þjóðarinnar.

Serbía 2011  (Getty)

Serbía 2011 (Getty)

 

Svíþjóð 2013 (www.wiwibloggs.com)

Svíþjóð 2013 (www.wiwibloggs.com)

 

Portúgal 2009 (www.eurovision.tv)

Portúgal 2009 (www.eurovision.tv)

Það verður því mjög spennandi, alla vega af minni hálfu, að fylgjast með í hverju keppendurnir verða á sviðinu í kvöld. Því Eurovision snýst ekki einungis um að vera með besta lagið, heldur er það heildarpakkinn sem skiptir máli. Góða skemmtun í kvöld og gleðilega Eurovision hátíð!