Þórir Geir Guðmundsson og Gyða Margrét Kristjánsdóttir flytja lagið Brosa eftir Fannar Frey Magnússon og Guðmund Þórarinsson í fyrri undankeppni Söngvakeppninnar þann 10. febrúar næstkomandi.
FÁSES tókst að ná í skottið á Fannari, Þóri og Gyðu sem eru út um hvippinn og hvappinn í viðtölum, myndbandagerð, erindum vegna Söngvakeppnisþáttökunnar og að sjálfsögðu í dagvinnunni til viðbótar. Brosa er annað tveggja lag Fannars og Guðmundar í Söngvakeppninni þetta árið. Gyða og Þórir hafa ekki hefur ekki áður keppt í Söngvakeppninni en þau tóku bæði þátt í í Voice Ísland 2017. Glöggir áhorfendur munu eflaust kannast við Þóri úr Söngkeppni framhaldsskólanna 2015 þar sem hann keppti fyrir FSu og Gyðu úr Músiktilraunum 2016.
Brosa-fólkið skellti í skemmtilegt myndband á dögunum sem við verðum bara að láta fylgja með.