Aron Hannes flytur lagið Gold digger eftir Svein Rúnar Sigurðsson, Jóel Ísaksson og Oskar Nyman með texta eftir Valgeir Magnússon í seinni undankeppni Söngvakeppninnar 17. febrúar nk.
Samstarfs Sveins Rúnars og Arons Hannesar sem byrjaði í Söngvakeppninni fyrir ári síðan heldur áfram en Gold digger er fjórða lagið þeirra saman (lögin Sumarnótt og Morgunkoss komur út 2017). Sveinn Rúnar er sá íslenski lagahöfundur sem hefur stundað Söngvakeppnina og Eurovision af mestu kappi. Með aðstoð Alls um Júróvisjón telst okkur til að þetta sé 16. lagið hans, ef Heaven frá 2004 er talið með en það ár var ekki haldin Söngvakeppni heldur lagið valið af RÚV. Aron Hannes keppti að sjálfsögðu í Söngvakeppninni í fyrra með lagið Tonight og endaði í 3. sæti á eftir Svölu og Daða Frey. FÁSES.is var boðið að koma á fjöruga dansæfingu Golddigger hópsins á dögunum. Á sviðinu með Aroni verða þrjár bakraddir/dansarar og að þeirra sögn verður nóg af blingi! Við tókum Aron í stutt viðtal og síðan bræddi hann okkur í spað með því að taka Hvað með það? fyrir okkur.
Aron Hannes tók sig til og flutti I’m not afraid to move sem Jostein Hasselgård flutti fyrir Noreg 2003 á Rás 2 um daginn – metnaðarfullt val og við mælum með því að þið kíkið á þetta!
„Þetta var akkúrat það sem mig langaði að hallast að, svona Bruno Mars, svona Motown, nútímavæddur fílingur.“Aron Hannes í viðtali hjá Rás 2
Posted by Söngvakeppnin on 15. febrúar 2018