Stefanía Svavarsdóttir, Agnes Marínósdóttir og Regína Lilja Magnúsdóttir flytja lagið Svaka stuð eftir Agnesi Marínósdóttur, Aron Þór Arnarsson og Marínó Breka Benjamínsson, íslenskur texti eftir Agnesi Marínósdóttur, Stefaníu Svavarsdóttur og Lovísu Rut Kristjánsdóttur, í seinni undankeppni Söngvakeppninnar þann 17. febrúar nk.
Stefaníu Svavars þarf vart að kynna fyrir Eurovision aðdáendum enda er þetta í fjórða skiptið sem hún tekur þátt í Söngvakeppninni (hver man ekki eftir lögunum Augnablik 2015 og Til þín 2013 sem hún söng með Jógvan Hansen) og nú er hún með stelpuband með sér. Regína Lilja keppti einnig í Söngvakeppninni 2015 sem hluti af Hinemoa ásamt Rakel Pálsdóttur, sem einnig keppir í ár. Lagið Svaka stuð er hresst diskópopp og Stefanía, Agnes og Regína verða örugglega ekki í vandræðum með að koma áhorfendum í stuð þetta árið ef eitthvað er að marka þetta hressandi viðtal sem við á FÁSES.is tókum við þær á dögunum!
Loks mælum við með að kíkja á myndbandið á stelpunum – það er svaka stuð í því!