Þá er komið að síðari hluta sérfræðingapanel FÁSES en þá verður farið yfir lögin Paper, Is this love?, Hypnotised og Bammbaramm.
Niðurstöður sérfræðinganna voru:
Paper – Svala fær 5 stig frá Ástríði, 5 stig frá Steinunni og 5 stig frá Ísak. Uppáhaldsummælin okkar: Sigurstranglegasta lagið by far!
Is this love? – Daði Freyr 5 stig frá Steinunni, 4 stig frá Ísak og 4 stig frá Ástríði. Uppáhaldsummælin okkar: Uppgötvun ársins! Kemst á lista yfir topp 5 bestu Söngvakeppnisatriði ever!
Hypnotised – Aron Brink fær 1 stig frá Ísak, 4 stig frá Ástríði og 1 stig stig frá Steinunni. Uppáhaldsummælin okkar: Atriði sem kemst á stall með atriðum úr Melodifestivalen!
Bammbaramm – Hildur fær 4 stig frá Ástríði, 4 stig frá Steinunni og 4 stig frá Ísak. Uppáhaldsummælin okkar: Svona skemmtilegt krúttpopp!
Niðurstöður sérfræðinganna eru því þær að Svala nær toppsæti með 15 stig og í öðru sæti er Daði Freyr með 13 stig.