Augnablik – Spring yfir heiminn – Á ný áfram í úrslitakeppnina

Spring yfir heiminn (Mynd: Pressphotos.biz)

Spring yfir heiminn (Mynd: Pressphotos.biz)

Á ný (Mynd: Pressphotos.biz)

Á ný (Mynd: Pressphotos.biz)

Augnablik (Mynd: Pressphotos.biz)

Augnablik (Mynd: Pressphotos.biz)

Annað undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar 2016 fór fram í gær og aftur var boðið upp á dæmalaust góða skemmtun í tilefni af 30 ára þátttökuafmæli Íslands í Eurovision. Eins og þið vitið eflaust öll nú komust lögin Spring yfir heiminn, Á ný og Augnablik áfram á úrslitakvöldið næstkomandi laugardag. Samkvæmt heimildum FÁSES mun RÚV ekki nýta sér heimild í reglum Söngvakeppninnar til að bæta við sjöunda laginu, svokölluðum Leif heppna (e. wild card).

Högni Egilsson, oftast kenndur við Hjaltalín, flutti All out of luck ásamt Glowie í hléi og gerði það algjörlega að sínu. Pollapönkarar komu einnig fram og tóku skothelda Söngvakeppnissyrpu þar sem komu fyrir Sólarsamba, Stattu upp, Eldgos, Eldur, Karen og Lífið er lag.

All out of luck með Högna í Hjaltalín (Mynd: Pressphotos.biz)

All out of luck með Högna í Hjaltalín (Mynd: Pressphotos.biz)

Pollapönk flutti háklassa Söngvakeppnissyrpu (Mynd: Pressphotos.biz)

Pollapönk flutti háklassa Söngvakeppnissyrpu (Mynd: Pressphotos.biz)