Frá árinu 1987 hefur OGAE International staðið fyrir Second chance keppninni. Aðildarklúbbar OGAE geta tilnefnt eitt lag sem hefur tekið þátt í valferli Eurovision lagsins í þeirra landi. FÁSES tilnefndi í ár Daða Frey með lag sitt Is This Love? Sigurvegarar Second chance keppninnar frá því í fyrra, Pólland, voru gestgjafarnir í ár. Úrslitin voru tilkynnt í beinni útsendingu frá Varsjá í gærkvöldi.
Sigurvegarinn í ár er hin sænska Mariette með lagið A Million Years með samtals 329 stig. Í öðru sæti var Ítalía með 209 stig og í þriðja Úkraína með 196 stig. Þetta er í 15. skipti sem Svíar fara með sigur af hólmi í Second chance keppninni. Daði Freyr okkar lenti í 9. sæti með 86 stig.
Á úrslitunum í gærkvöld kynnti Flosi Jón Ófeigsson niðurstöður rafrænnar kosningar meðlima FÁSES sem fram fór í sumar. FÁSES gaf Lettlandi 1 stig, Slóveníu 2 stig, Úkraínu 3 stig, Noregi 4 stig, Eistlandi 5 stig, Grikklandi 6 stig, Litháen 7 stig, Þýskaland 8 stig, Svíþjóð 10 stig og Ítalíu 12 stig. Hægt er að sjá upptöku frá úrslitunum á Facebook síðu Second chance.
Svíþjóð – Mariette – A Million Years – 1. sæti – 329 stig.
Ítalía – Paolo Turci – Fatti bella per te – 2. sæti – 209 stig
Úkraína – Tayanna – I Love You – 3. sæti – 196 stig
Ísland – Daði Freyr – Is This Love? – 9. sæti – 86 stig
Íslenskt lag hefur einu sinni unnið Second chance keppnina. Það var árið 2011 ári áður en FÁSES var stofnað. OGAE rest of the world tilnefndi lagið Nótt sem Jóhanna Guðrún flutti í Söngvakeppninni.
Stigatafla Second chance 2017:
Sæti | Land | Stig | Flytjandi – Lag |
1 | Svíþjóð | 329 stig | Mariette – A Million Years |
2 | Ítalía | 209 stig | Paola Turci – Fatti Bella Per Te |
3 | Úkraína | 196 stig | Tayanna – I Love You |
4 | Slóvenía | 189 stig | BQL – Heart Of Gold |
5 | Litháen | 135 stig | Greta Zazza – Like I Love You |
6 | Spánn | 124 stig | LeKlein – Ouch |
7 | Noregur | 119 stig | Ella – Mama’s Boy |
8 | Grikkland | 104 stig | Demy – When The Morning Comes Around |
9 | Ísland | 86 stig | Daði Freyr – Is This Love? |
10 | Bretland | 80 stig | Holly Brewer – I Wish I Loved You More |
11 | Eistland | 72 stig | Kerli – Spirit Animal |
12 | Albanía | 44 stig | Dilan Reka – Mos Harro |
13 | Danmörk | 43 stig | Ida Una – One |
14 | Ungverjaland | 39 stig | Gabi Tóth & Freddie Shuman feat. Lotfi Begi – Hosszú Idők |
15 | Hvíta Rússland | 32 stig | NUTEKI – Take My Heart |
16 | Malta | 32 stig | Janice Mangion – Kewkba |
17 | Þýskaland | 30 stig | Axel Feige – Wildfire |
18 | Pólland | 26 stig | Carmell – Faces |
19 | Finnland | 14 stig | Zühlke – Perfect Villain |
20 | Lettland | 9 stig | My Radiant You – All I Know |
21 | Georgía (tilnefnd af OGAE Rest of the World) | 1 stig | Maliibu – We Live Once |
22 | Portúgal | 1 stig | Pedro Gonçalves – Don’t Walk Away |