Viðburðir í Eurovision vikunni 2023

Það er af nógu að taka þegar kemur að viðburðum í Eurovision vikunni bæði á Íslandi og í Liverpool. Til að hjálpa FÁSES liðum og öðrum aðdáendum höfum við tekið saman lista af því helsta sem verður í gangi í Eurovision vikunnni frá 7. maí til 13. maí. Athugið að listinn er ekki tæmandi en ef þú sérð að það vantar einhvern viðburð hér inn sem tengist Eurovision þá endilega sendu okkur skilaboð á Facebook og við bætum honum við á listann!

*Athugið að við uppfærum þennan lista með nýjum viðburðum og ef breytingar eiga sér stað*

Samáhorf á Íslandi:

 • Bíó Paradís í Reykjavík sýnir allar keppnirnar 9., 11. og 13. maí. Frítt inn – nánari upplýsingar á heimasíðu bíósins.
 • Gaukurinn í Reykjavík sýnir seinni undankeppnina  fimmtudagskvöldið 11. maí (Facebook viðburður) og úrslitin á laugardagskvöldinu 13. maí (Facebook viðburður).
 • Kíkí við Laugaveg í Reykjavík sýnir undankeppnirnar þriðjudagskvöldið 9. maí og fimmtudagskvöldið 11. maí, og úrslitin 13. maí.
 • Sviðið á Selfossi Selfossi úrslitin sýnd á risaskjá, veislustjóri er Eurovision farinn Einar Bárðarson og engin önnur en Emmelie de Forrest kemur fram! Kostar 1986kr inn og fylgir Eurovision kokteill með aðgangseyrinum. Nánari upplýsingar á Facebook viðburðinum.

Viðburðir í Reykjavík:

Fimmtudagurinn 4. maí

 • Eurovision drottningar tónleikar á Græna hattinum Akureyri með Jónínu Björtu og Maju Eir. Facebook viðburður

Miðvikudagurinn 10. maí

 • Eurovision Pubquiz með Aroni Mola og Arnari Þór í Arena Smáratorgi í Reykjavík klukkan 20:30-22:00. Nánari upplýsingar á heimasíðu Arena

Föstudagurinn 12. maí

 • Eurovision tónleikar í Háskólabíó í Reykjavík klukkan 20:00. Fram koma íslenskar stórstjörnur úr Eurovision heiminum. Miðaverð 4900kr: Facebook viðburður.

Laugardagur 13. maí:

 • Eurovision danspartý – til styrktar Hugarafls í World Class Laugum Reykjavík klukkan 11:30: Facebook viðburð

Viðburðir í Liverpool:

Mánudagurinn 8. maí

 • Eurovision Karaoke FÁSES! Á Moloko skemmtistaðnum í Liverpool frá 17:00-19:00. Facebook viðburður

Miðvikudagurinn 10. maí

 • Eurovision Karaoke FÁSES! Á Moloko skemmtistaðnum í Liverpool frá 17:00-19:00. Facebook viðburður
 • JúróDaði tónleikar með okkar eina sanna Daða Frey klukkan 19:30 Jimmy’s. Miðasala og nánari upplýsingar á Seetickets