Skrá mig í FÁSES

FÁSES er opið fyrir alla Eurovision aðdáendur. Starfsár FÁSES er frá hausti fram á vor og erum við þessa dagana að taka við skráningum í félagið fyrir starfsárið 2024-2025.

Til að óska eftir skráningu í félagið er best að senda tölvupóst á ogae.iceland@gmail.com með upplýsingum um:

  • nafn
  • kennitölu
  • heimilisfang
  • tölvupóstfang (við mælum með að fólk gefi upp persónulegt tölvupóstfang frekar en vinnupóstfangið)
  • símanúmer

Með póstinum þarf að fylgja

  • Passamynd fyrir félagsskírteini á rafrænu formi (sérlega mikilvægt ef þú ert að fara á aðalkeppni Eurovision!)
  • Greiðslukvittun um að umsækjandi hafi greitt félagsgjald í FÁSES sem er 2.500 kr. Það greiðist inn á bankareikning nr. 0331-26-6600, kt. 490911-0140.

FÁSES hefur síðan samband í kjölfarið.

Við vekjum athygli á að til þess að eiga möguleika á að fá úthlutuðum forkaupsrétti á miðum á aðalkeppni Eurovision verða félagar að hlaða niður Cardskipper félagsskírteini í snjallsíma eða tölvu.

 

ATH! Miðaúthlutun fyrir Eurovision keppnina 2025 í Basel í Sviss er lokið og FÁSES getur ekki útvegað fleiri miða á keppina.

Á síðasta aðalfundi FÁSES í september 2024 var samþykkt að hækka árgjaldið í FÁSES í 4.500 kr. Það gildir frá og með félagsárinu 2025-2026. Dagetning á greiðslu fyrir nýtt tímabil byrjar 6 vikum fyrir keppni þannig að þeir sem greiða árgjald 5. apríl 2025 eða síðar borga 4.500 kr og gildir það þá fyrir félagsárið 2025-2026.

Cardskipper aðgangur

(English below)

Cardskipper er app sem er notað sem félagsskírteini FÁSES og OGAE klúbbanna. Eftir skráningu í FÁSES fá félagar SMS og tölvupóst með upplýsingum um hvernig á að hlaða niður appinu. Mælt er með því að hlaða því niður í gegnum SMS-ið. Ferlið á að vera einfalt og allt sem þarf að gera er að fylgja leiðbeiningunum sem koma í SMS-inu. Að auki má finna hér Cardskipper leiðbeiningar. Hafi félagi ekki gefið upp farsímanúmer þarf að fara í gegnum ferlið úr tölvupóstinum. Mælt er með því að geyma tölvupóstinn því þar koma fram upplýsingar um hvernig er hægt að endurvirkja kortið ef nauðsyn krefur.

 

Myndir
Þegar appið hefur verið sett upp munið þið sjá félagsskírteinið ykkar ásamt nýja skírteinisnúmerinu ykkar. Auk þess má finna upphafsskilaboð frá FÁSES og leiðbeiningar um hvernig hægt er að bæta við mynd. Fylgið leiðbeiningunum því mynd er skilyrði fyrir gildu félagaskírteini. Myndin þarf að vera sambærileg vegabréfsmynd (engin sólgleraugu, engir hattar, enginn flókinn bakgrunnur). Farið verður yfir allar myndir og myndum sem ekki uppfylla skilyrðin verður eytt. Athugið að myndin vistast ekki ef ekki er búið að fylla inn allar persónupplýsingar sem krafist er. Ef þið lendið í vandræðum með að hlaða upp mynd, gangið þá úr skugga um að allir nauðsynlegir reitir hafi verið fylltir út.

 

Félagsskírteini án snjallsíma
Cardskipper félagsskírteinin eru hönnuð fyrir snjallsíma. Fyrir þá félaga sem eiga ekki snjallsíma verður hægt að hlaða upp aðild þeirra í tölvu og þaðan hægt að prenta út félagsskírteini. Þetta ferli er hins vegar örlítið flóknara.
Eftirfarandi eru leiðbeiningar fyrir þá sem þurfa að útbúa félagsskírteinið sitt í tölvu:

  1. Smelltu á hlekkinn “Install Membership Card & Cardskipper”.
  2. Ef þú ert með farsímanúmer en ekki snjallsíma skaltu slá inn símanúmerið. Ef þú ert ekki með símanúmer þarftu engu að síður að slá inn eitthvert símanúmer til þess að geta haldið áfram. Hægt er að slá inn heimasímanúmer eða jafnvel gervinúmer með réttu landsnúmeri og réttum fjölda tölustafa. Einnig þarf að fylla út aðra reiti. Því næst geturðu smellt á “Next”.
  3. Kerfið biður þig næst um að skrá þig inn en þar sem þú verður ekki með lykilorð þarftu að smella á “Forgot Password” og þá færðu tölvupóst sem gerir þér kleift að búa til lykilorð.
  4. Þegar þú færð tölvupóstinn skaltu smella á “Reset Password”.
  5. Útbúðu nýtt lykilorð.
  6. Nú verður þér vísað inn á innskráningarsíðu þar sem þú getur skráð þig inn með netfangi og nýja lykilorðinu.

Hér er einnig hægt að nálgast leiðbeiningar með myndum um hvernig maður setur upp Cardskipper félagsskírteini án snjallsíma.

 

Ef einhverjar spurningar vakna, endilega sendið okkur tölvupóst á ogae.iceland@gmail.com.

 

Það er mjög mikilvægt að allir meðlimir FÁSES hlaði niður appinu við fyrsta mögulega tækifæri. Fjöldi aðdáendapakka á Eurovision sem FÁSES fær til úthlutunar á hverju ári ræðst m.a. af fjölda þeirra sem virkja félagsskírteinaappið.

 

Cardskipper Instructions

OGAE Iceland’s membership cards are accessible through the Cardskipper app. After your registration in FÁSES/OGAE Iceland you will receive an SMS with all instructions. You can also find help here: Cardskipper instructions.

If you have any questions please send us an e-mail to ogae.iceland@gmail.com.

Cardskipper is the new OGAE card. It is very important that all FÁSES members download the app and set up their card. The amount of fan packages every year allocated to FÁSES will be determined by the number of members who have the app installed.