Júrókrús & Júróklúbbur 2023

Júrókrús, úrslit Söngvakeppninnar & Júróklúbburinn || 4. mars 2023

Við endurtökum leikinn frá því í fyrra með öðru, stærra, betra og meira djúsí Júrókrúsi og núna er ALLT innifalið:

  • Hera Björk hittir gesti á Gömlu Höfninni (Ægisgarði) og kemur gestum í gírinn
  • Sigling frá Gömlu Höfninni um Faxaflóa sem endar í Gufunesi
  • Miði á fremsta svæði á lokakvöld Söngvakeppninnar
  • Sætaferðir frá Gufunesi á Iðnó eftir keppnina
  • Eftirpartý á Iðnó

Meðlimum FÁSES hafa einir aðgang að þessari forsölu og kostar pakkinn 12.900 kr.

Miðasala á allan pakkann:

Fyrir þá sem vilja eingöngu kaupa miða á Júrókrús og Júróklúbb

  • Hera Björk hittir gesti á Gömlu Höfninni (Ægisgarði) og kemur gestum í gírinn
  • Sigling frá Gömlu Höfninni um Faxaflóa sem endar í Gufunesi. Gestir sem eiga ekki miða á lokakvöldið sigla aftur í miðbæinn með bátnum.
  • Sætaferðir frá Gufunesi á Iðnó eftir úrslitakvöldið
  • Eftirpartý á Iðnó

Fullt verð fyrir Krús og Partý 8.900 kr. en meðlimum FÁSES býðst að kaupa miða á aðeins 6.900 kr.!

Miðasala á Euroclub og Cruise:

Júróklúbbur á Iðnó 4. mars 2023
FÁSES, RÚV, Pink Iceland og Saga Events kynna Euroklúbbinn 2023 í Iðnó 4. mars. Við sækjum DJ kvöldsins lóðbeint inn í Eurovision fjölskylduna því Hulda úr Gagnamagninu, betur þekkt sem DJ Hulda Luv, hefur tekið við lagabanka FÁSES og mun trylla lýðinn með vel völdum Eurovision slögurum, sérvöldu efni úr hinum ýmsu undankeppnum og að sjálfsögðu ekta svensk schlager! Sérstakir gestir verða Eyfi, Sigga Beinteins og Hafsteinn Þórólfsson því auðvitað eiga allar Söngvakeppnisdívurnar að fá að njóta sín. Dragdrottning Íslands 2022, Lady Zadude, mun síðan halda dívustælunum við rétt hitastig. Elskurnar mínar – missið ekki af þessu heldur kaupið miða hér.