Eurovision karaókí í kvöld!

Eurovision karaoke FÁSES verður haldið í kvöld, 19. janúar Kiki bar kl. 20. Sjá facebook viðburð. Lagalisti fyrir karaoke er hér: Eurovision-Karaoke. Við höfum bætt við spennandi lögum frá keppni síðasta árs og að sjálfsögðu einhverjum gullmolum með. Endilega veljið eitthvað dúndur lag og gaulið af ykkur rassgatið í kvöld!

Stjórn FÁSES vinnur síðan ötullega að undirbúningi fyrir húllumhæið í kringum Söngvakeppnina (allskonar fyrirpartý og eftirpartý o.s.frv.) ásamt spennandi umfjöllun á FÁSES.is með keppendunum í ár. FÁSES-liðar mega heldur alls ekki missa af kynningarþætti Söngvakeppninnar sem sýndur verður á RÚV annað kvöld, 20. janúar kl. 19.40, þar sem lög, flytjendur og höfundar Söngvakeppninnar 2017 verða kynnt. Það er svo sannarlega margs að hlakka til!