Við elskum Eurovision! https://fases.is Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva Mon, 19 Feb 2024 15:53:48 +0000 en-US hourly 1 https://wordpress.org/?v=4.7.28 https://fases.is/wp-content/uploads/2017/02/cropped-fasesicon-32x32.png Við elskum Eurovision! https://fases.is 32 32 Úrslitahelgi Söngvakeppninnar – FÁSES viðburðir https://fases.is/2024/02/19/urslitahelgi-songvakeppninnar-fases-vidburdir/ https://fases.is/2024/02/19/urslitahelgi-songvakeppninnar-fases-vidburdir/#respond Mon, 19 Feb 2024 15:52:13 +0000 http://fases.is/?p=11112 FÁSES stendur fyrir ýmiss konar viðburðum helgina sem úrslit Söngvakeppninnar fara fram 1.-2. mars nk. Öll eru velkomin á viðburðina og ekki er skilyrði að vera í FÁSES.

 

FÁSES Karaoke
Við byrjum Söngvakeppnis-upphitunina á FÁSES-Karaoke á Ölver, föstudaginn 1. mars. Húsið opnar klukkan 20 og það verður opið til 1. Tilvalið að hittast og hita upp fyrir úrslit Söngvakeppninnar! Hér má nálgast lagalistann.

 

SöngvakeppnisZumba 2. mars
Okkar eini sanni Flosi Jón ætlar að vera með SöngvakeppnisZumba laugardaginn 2. mars kl. 11.00 í Reebok Fitness Holtagörðum. Það er ekki til betri leið til að hita upp fyrir úrslit Söngvakeppninnar. Meðlimir í Reebok Fitness skrá sig í tímann á vefnum eða í appinu. FÁSES-liðar geta skráð sig í innskráningarglugga á vef Reebok Fitness, fyllt þar út upplýsingar og þá eiga þau að geta skráð sig í tímann.

 

Júróklúbbur FÁSES, Iðnó 2. mars
FÁSES í samstarfi við Pink Iceland og Saga Events kynna með stolti: Júróklúbbinn 2024. Eftirpartý FÁSES og RÚV – með Dj Huldaluv úr Gagnamagninu! Flestir keppendur Söngvakeppninar hafa mætt í þessi partý síðustu ár og tekið lagið sitt og við vonum að sem flest af þeim heimsæki okkur í Iðnó! Kynnir kvöldsins er Hafsteinn Þórólfs og sérstakur gestur er Selma Björnsdóttir. Elskurnar mínar – missið ekki af þessu heldur kaupið miða hér. Einnig verður hægt að kaupa miða við hurð.

 

Miðasala á Júróklúbbinn 2024

]]>
https://fases.is/2024/02/19/urslitahelgi-songvakeppninnar-fases-vidburdir/feed/ 0
Ályktun FÁSES: RÚV hvatt til að sniðganga Eurovision 2024 https://fases.is/2023/12/23/alyktun-fases-ruv-hvatt-til-ad-snidganga-eurovision-2024/ https://fases.is/2023/12/23/alyktun-fases-ruv-hvatt-til-ad-snidganga-eurovision-2024/#respond Sat, 23 Dec 2023 15:10:35 +0000 http://fases.is/?p=11096 Í ljósi umræðu síðustu daga um sniðgöngu Eurovision var ákveðið að boða til félagsfundar FÁSES 20. desember 2023. Niðurstaða fundarins, sem borin var undir alla félaga í sérstakri atkvæðagreiðslu, er sú að FÁSES skorar á RÚV að senda ekki fulltrúa í Eurovision 2024 nema Ísrael taki ekki þátt í keppninni.

 

Ályktun félagsfundar FÁSES 20.12.2023 sem samþykkt var í allsherjaratkvæðagreiðslu:

“Nýverið tilkynntu skipuleggjendur Eurovision að 37 þjóðir, þar á meðal Ísrael, myndu taka þátt í Eurovision 2024 í Malmö. Þátttakendalistinn hefur vakið mikla umræðu innan aðdáendasamfélagsins hér heima og erlendis í ljósi mannréttindabrota Ísraels á palestínsku þjóðinni sem hafa kostað fjölda saklausra borgara lífið.

FÁSES, Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fordæmir öll ofbeldisverk og brot á mannréttindum. Ógerlegt er að hafa gildi Eurovision um alþjóðleg samskipti, skilning og sameiningu fólks í hávegum undir þessum kringumstæðum. FÁSES skorar því á RÚV að senda hvorki sigurvegara Söngvakeppninnar né annan fulltrúa til þátttöku í Eurovision 2024 nema Ísrael taki ekki þátt í keppninni.”

 

Atkvæðagreiðslan var framkvæmd dagana 21.-23. desember í samstarfi við Outcome kannanir ehf. Í FÁSES eru 530 félagar og tóku 238 þeirra þátt í atkvæðagreiðslunni sem er 45% svarhlutfall. Alls studdu 169 félagar ályktunina, 55 voru á móti og 14 sátu hjá.

Stjórn FÁSES mun koma ályktuninni á framfæri við útvarpsstjóra RÚV.

]]>
https://fases.is/2023/12/23/alyktun-fases-ruv-hvatt-til-ad-snidganga-eurovision-2024/feed/ 0
Ályktun stjórnar FÁSES um sniðgöngu Eurovision 2024 https://fases.is/2023/12/12/alyktun-stjornar-fases-um-snidgongu-eurovision-2024/ https://fases.is/2023/12/12/alyktun-stjornar-fases-um-snidgongu-eurovision-2024/#respond Tue, 12 Dec 2023 08:27:35 +0000 http://fases.is/?p=11088 Stjórn FÁSES samþykkti eftirfarandi ályktun 7. desember sl.:

Nýverið tilkynntu skipuleggjendur Eurovision að 37 þjóðir, þar á meðal Ísrael, myndu taka þátt í Eurovision 2024 í Malmö. Þátttakendalistinn hefur vakið mikla umræðu innan aðdáendasamfélagsins hér heima og erlendis.

Stjórn FÁSES fordæmir öll ofbeldisverk og brot á mannréttindum. Stjórnin vill koma því áleiðis að félagið er ópólitísk samtök Eurovision aðdáenda. Samkvæmt samþykktum FÁSES er félagið vettvangur áhugafólks um Eurovision til að deila áhuga sínum á keppninni í blíðu og stríðu. Tilgangur félagsins er að standa að viðburðum sem tengjast keppninni og gera félögum kleift að deila áhuga sínum á Eurovision. Hlutverk FÁSES er einnig að vera upplýsingaveita um Eurovision á Íslandi og vera tengiliður við alþjóðasamfélag áhugafólks um Eurovision.

Stjórn FÁSES tekur ekki afstöðu til áskorana um sniðgöngu Eurovision 2024. Kjósi RÚV að senda fulltrúa á Eurovision 2024 mun FÁSES, eins og hin fyrri ár, standa þétt að baki íslenska framlaginu. Stjórn FÁSES virðir afstöðu félaga til málsins.

 

Framangreind ályktun er í samræmi við ályktun stjórnar FÁSES frá 20. maí 2018 í tilefni af umræðu um sniðgöngu Eurovision 2019 í kjölfar sigur Ísraels 2018. Sú ályktun var rædd á aðalfundi félagsins haustið 2018, sbr. fundargerð frá 24. október 2018. Að baki þessum ályktunum liggur það sjónarmið að í FÁSES er að finna breiðan hóp fólks með ólíkar skoðanir. 

 

Í tilefni af frétt mbl.is í gær og umræðum á samfélagsmiðlum um að fé­lag­inu hafi þótt eðli­legt að Rúss­landi yrði vísað úr Eurovision í kjöl­far inn­rás­ar­inn­ar í Úkraínu vill stjórnin koma því á framfæri að þáverandi stjórn FÁSES tók ekki formlega afstöðu til málsins með sérstakri ályktun, til þess gafst einfaldlega ekki tími.

 

Félagsfundur í næstu viku

Til að gefa félögum tækifæri á að ræða framangreinda ályktun telur stjórnin rétt að boða til félagsfundar samkvæmt 9. gr. samþykkta FÁSES. Rétt til setu á fundinum hafa félagar sem greitt hafa félagsgjaldið, sbr. 4. gr. samþykkta FÁSES. Stefnt er að því að fundurinn verði haldinn í Reykjavík miðvikudaginn 20. desember nk. kl. 20 en formlegt fundarboð verður sent félögum í tölvupósti í þessari viku.

 

Að lokum vill stjórn FÁSES koma því á framfæri að við kunnum að meta þær ábendingar sem félaginu hafa borist. Málið hefur verið rætt ítarlega innan stjórnar og við höfum skoðað hvernig hægt er að bregðast við innan ramma samþykkta FÁSES. Stjórnin starfar í umboði félaga og þess vegna teljum við mikilvægt að ræða málin á sérstökum fundi.

 

Stjórn FÁSES

]]>
https://fases.is/2023/12/12/alyktun-stjornar-fases-um-snidgongu-eurovision-2024/feed/ 0
Árshátíð FÁSES snýr aftur 21. október https://fases.is/2023/10/19/arshatid-fases-snyr-aftur-21-oktober/ https://fases.is/2023/10/19/arshatid-fases-snyr-aftur-21-oktober/#respond Thu, 19 Oct 2023 07:41:40 +0000 http://fases.is/?p=11046 Nú skal fagna! Árshátíð FÁSES snýr aftur 21. október og endurkoma Lúxemborgar í Eurovision er staðfest.

Búið ykkur undir ógleymanlegt kvöld með glamúr, tónlist, góðu fólki og rammsterkri Eurovision-sveiflu. Þema árshátíðarinnar verður til heiðurs Lúxemborg og þeirra merku Eurovision-sögu.

Á árshátíðinni verður góður félagsskapur, besta tónlistin og…

🎤 Heillandi stórstirnið Bjarni Snæbjörsson veislustýrir með glensi & söng
🍽️ Kvöldmatur inn verður matreiddur af Grillvagninum – borðhald hefst klukkan 19:00
🎶 Mergjað tónlistaratriði í boði Siggu Ózkar og dansara
💃 Frumflutt skemmtiatriði
🏆 Verðlaun fyrir besta LÚX-dressið / búninginn
🎙 Verðlaun fyrir besta frumflutta skemmtiatriðið
📸 Myndabás
🎧 Plötusnúðurinn Linda Anderson tryllir lýðinn með Júró-tónlist eftir borðhaldið

Skráning og miðaverð

Síðasti séns til að skrá sig og greiða fyrir árshátiðina er til hádegis föstudaginn 20. október.

🎫 FÁSES-meðlimir: 8.990 kr
🎫 Fólk utan FÁSES: 10.990 kr

Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst og munið að skráning er ekki staðfest fyrr en greitt hefur verið fyrir miðann. Skráið ykkur hér: https://forms.gle/xjsTWMeVcYGJsTqh7

Upplifum saman gleðiríkt kvöld umkringd öðrum Eurovision-unnendum og fögnum þessari tvöföldu endurkomu.

Sjáumst 21. október! 🌟🇱🇺

Áfengi verður selt á staðnum svo virða þarf 20 ára aldurstakmarkið.

#ÁrshátíðFÁSES #Lúxemborgsnýraftur #ogaeiceland

Facebook viðburðurinn

– – ENGLISH – –

The FÁSES Annual Celebration is back, and this time, we’re paying tribute to Luxembourg. Don’t miss out on FÁSES’s Annual Ball.

Sign up now and get ready for a night filled with music, dance, and the unique Eurovision spirit that unites fans from all over.

Bring your fellow Eurovision lovers, share your favorite Eurovision moments, and let’s make this year’s Annual Ball a celebration of Luxembourg’s return to the Eurovision stage. A great time to practice your Icelandic as the evenings proceeding will mostly be in Icelandic.

At the annual celebration, participants will create unforgettable memories with:

🎤 The fabulous host Bjarni Snæbjörnsson
🍽️ Good food
🎶 Great musical performance by Sigga Ózk and dancers
💃 Original entertainment acts
📸 Photo booth for capturing memories
🏆 Prizes for the best Luxembourgish outfits
🌟 Awards for the best entertainment acts
🎧 DJ Linda Anderson

Ticket prices and registration

The absolute deadline for registration and payment is October 20th.

🎫 FÁSES Members: 8.990 ISK
🎫 Non-FÁSES Participants: 10.990 ISK

Please register promptly via this link: https://forms.gle/xjsTWMeVcYGJsTqh7

Come and celebrate with us this momentous return of Luxembourg and experience an exciting evening with fellow Eurovision enthusiasts.

See you there!  🌟🇱🇺

#FÁSESAnnualCelebration #LuxembourgReturns

Facebook event

]]>
https://fases.is/2023/10/19/arshatid-fases-snyr-aftur-21-oktober/feed/ 0
Ertu að hugsa um að fara á Eurovision 2024? https://fases.is/2023/09/28/ertu-ad-hugsa-um-ad-fara-a-eurovision-2024/ https://fases.is/2023/09/28/ertu-ad-hugsa-um-ad-fara-a-eurovision-2024/#respond Thu, 28 Sep 2023 09:29:53 +0000 http://fases.is/?p=11038 Mörg eru farin að huga að skipulagi vorsins og FÁSES berst fjöldi fyrirspurna um miðasölu fyrir Eurovision 2024. Þá er ekki úr vegi að rifja upp miðasölufyrirkomulagið og minna á að síðasti dagur til að ganga í FÁSES til að geta átt möguleika á kaupum á aðdáendamiðum í Svíþjóð er 2. október 2023. Sami frestur gildir fyrir FÁSES sem verða að vera búin að greiða félagsgjaldið 2. október nk. til að geta átt möguleika á aðdáendapökkum. Hér koma nokkrir gagnlegir punktar fyrir þau sem hugsa sér að fara á Eurovision í Malmö 2024.

 

Hvernig redda ég mér miða á Eurovision?

  • Síðasti dagur til að ganga í FÁSES til að geta átt möguleika á kaupum á aðdáendamiðum í Svíþjóð 2024 er 2. október 2023.
  • FÁSES hefur milligöngu um sölu svokallaðra aðdáendapakka til félagsmanna sinna.
  • Aðdáendamiðapakkinn samanstendur oftast af miðum á allar þrjár keppnirnar sem sýndar eru í beinni útsendingu (alls 3 miðar fyrir hvern félaga).
  • Í aðdáendamiðasölunni er ekki boðið upp á sölu einstakra miða, bara pakka. FÁSES hefur ekki milligöngu um sölu stakra miða á Eurovision. 
  • Það er mjög misjafnt milli ára hvort boðið sé upp á sæti eða stæði eða hvort tveggja fyrir aðdáendur.
  • Þau sem hugsa sér að taka með sér börn á Eurovision skulu athuga sérstaklega hvort gestagjafar Eurovision setja sérstakt aldurstakmark á keppnirnar og hafa í huga hvenær keppnir hefjast að kvöldi og hvenær þeim lýkur.
  • Til þess að eiga möguleika á að fá úthlutuðum forkaupsrétti á miðum á aðalkeppni Eurovision verða félagar að hlaða niður Cardskipper félagsskírteini í snjallsíma eða tölvu.
  • Ef aðdáendamiðapakki hentar ekki æstum Eurovision-aðdáendum eru upplýsingar um almennu miðasöluna á aðalkeppni Eurovision að finna á vef keppninnar.

 

Hvað getur hver FÁSES-liði keypt marga miða í miðasölunni?

  • Hver FÁSES-liði getur einungis keypt aðdáendapakka fyrir sig.
  • Ef mörg ferðast saman og vilja kaupa miða verður hver og einn í hópnum að vera skráður í FÁSES til að eiga möguleika á miðum á aðalkeppnina.

 

Ef ég er í FÁSES, fæ ég þá pottþétt miða á aðalkeppni Eurovision?

  • FÁSES getur ekki ábyrgst að öll sem óska eftir miðum fái þá í úthlutun. Við stjórnum ekki miðadreifingunni og fáum aðeins ákveðinn fjölda frá aðalskrifstofu OGAE.
  • Aðdáendapökkunum er úthlutað á grundvelli félagsnúmera. Því gildir því fyrr sem þú skráðir þig í klúbbinn því betri líkur á að fá úthlutuðum aðdáendapakka.
  • FÁSES getur heldur ekki ábyrgst að öll fái þá miða sem þau vilja. Vinsælustu miðapakkarnir eru á live-show í sæti og þeir pakkar fara langfyrst.

 

Hvernig gengur aðdáendamiðasalan fyrir sig?

  • Síðasti dagur til að ganga í FÁSES til að geta átt möguleika á kaupum á aðdáendamiðum í Svíþjóð 2024 er 2. október 2023.
  • Síðasti dagur fyrir FÁSES-liða til að greiða félagsgjöld til að geta átt möguleika á kaupum á aðdáendamiðum í Svíþjóð 2024 er 2. október 2023.
  • Á hverju hausti sendir FÁSES út tölvupóst til félaga og biður þau sem áhuga hafa á aðdáendapakka að gefa sig fram. Á þessu stigi er ekki um bindandi skráningu að ræða heldur einungis könnun hjá OGAE International á því hversu marga pakka hver aðdáendaklúbbur þarf. Eftir þetta skref sendir FÁSES einungis tölvupósta um aðdáendamiðasöluna til þeirra sem hafa lýst yfir áhuga á miðakaupum.
  • Innan nokkurra vikna biður OGAE International FÁSES um að staðfesta hversu margir félagar munu kaupa aðdáendapakka. FÁSES sendir þá póst til þeirra sem lýst höfðu yfir áhuga á kaupum, upplýsir um áætlað verð miðanna og biður þá um að staðfesta aðdáendapakkakaup. Hér er um bindandi skráningu að ræða. Í þessu skrefi þarf FÁSES-liði að gefa upp fullt nafn, netfang, FÁSES félagsnúmer, OGAE félagsnúmer í Cardskippper, upplýsingar um greiðslu félagsgjalda fyrir næsta ár, hvort hann óski eftir sæti vegna sérstakra aðstæðna og hvort hann muni ferðast með öðrum FÁSES-liða og vilji vera staðsettur í höllinni nærri honum (gefa þarf upp FÁSES félagsnúmer þeirra sem maður ferðast með).
  • OGAE International lætur stjórn FÁSES vita hversu marga pakka klúbburinn fær. Stjórnin úthlutar aðdáendapökkum á grundvelli félagsnúmera og sendir þeim félagsmönnum sem fengu úthlutuðum aðdáendapakka miðakóða svo þeir geti fest kaup á miðunum.
  • Í ágúst 2022 ákvað stjórn FÁSES að úthlutun aðdáendapakka til aðstoðarmanna FÁSES-liða með fötlun muni fara eftir félagsnúmeri hins fatlaða. Þetta er gert til þess að jafna aðstöðu þeirra FÁSES-liða sem búa við fötlun og eiga ekki þess kost á að fara á Eurovision án aðstoðarmanns. Aðstoðarmenn munu engu að síður þurfa að gerast félagar í FÁSES, greiða félagsgjöld og hlaða niður Cardskipper félagsskírteininu.
  • Ákaflega mikilvægt er í öllu ferlinu að fylgjast mjög vel með tölvupósti. Best er að FÁSES-liðar gefi upp virkt netfang því oft þarf að bregðast við póstum frá FÁSES vegna aðdáendamiðasölu innan fárra klukkustunda.
  • Stranglega bannað er að framselja staka miða eða miðapakkana. OGAE-samtökin áskilja sér rétt til að útiloka þá sem verða uppvísir að slíkri sölu frá því að kaupa miða í framtíðinni.
  • Verði félagi uppvís að því að sækja um miða á aðalkeppni Eurovision í gegnum fleiri en einn OGAE aðdáendaklúbb missir hann forkaupsrétt á miðum á aðalkeppni Eurovision í gegnum FÁSES næstu tvö ár þar á eftir.
  • Skipulagning miðasölu fyrir aðdáendur er misjöfn milli ára þar sem alltaf er nýr gestgjafi Eurovision á hverju ári. Því getur verið æði misjafnt hvenær miðasala hefst, hvernig fyrirkomulagið er og hvað miðar á aðalkeppnina kosta.

 

Er hægt að fá svona pakkadíl – miða, flug og gistingu?

  • FÁSES hefur ekki milligöngu um flug eða gistingu á Eurovision enda er mjög misjafnt hvenær FÁSES-liðar vilja fara út og fara heim og hversu lengi þeir vilja dvelja í Eurovision-landinu hverju sinni.

 

Hvernig gekk aðdáendamiðasalan fyrir sig á Eurovision 2022?

  • Á Eurovision 2022 var annars vegar hægt að fá aðdáendapakka með þremur miðum á öll live-show (fyrri undankeppni, seinni undankeppni og úrslitakvöld) og hins vegar aðdáendapakka með þremur miðum á öll dómararennsli (dómararennsli fyrri undankeppni, dómararennsli seinni undankeppni og dómararennsli úrslitakvöld).
  • Boðið var upp á miðapakka í sæti og stæði.
  • Miðapakkar á live-show kostuðu 550-950€ eftir því hvar í salnum þeir voru.
  • Miðapakkar á dómararennsli voru á verðbilinu 170-350€.

 

Hvernig gekk aðdáendamiðasalan fyrir sig á Eurovision 2023?

  • Á Eurovision 2023 var hægt að fá þrjá mismunandi pakka:
    • 1) Þrjá miða fyrir einn á öll live show sem kostaði 960 pund
    • 2) Þrjá miða fyrir einn á öll dómararennsli sem kostaði 700 pund eða
    • 3) Þrjá miða fyrir einn á öll fjölskyldurennsli 350 pund.
  • Boðið var upp á miðapakka í sæti og stæði

 

Allar upplýsingar um hvernig er hægt að skrá sig í FÁSES er að finna á FÁSES.is.

]]>
https://fases.is/2023/09/28/ertu-ad-hugsa-um-ad-fara-a-eurovision-2024/feed/ 0
FÁSES sparar fyrir Eurovisionsigri og setur 16% félagsgjalda í Gleðibanka https://fases.is/2023/09/25/fases-sparar-fyrir-eurovisionsigri-og-setur-16-felagsgjalda-i-gledibanka/ https://fases.is/2023/09/25/fases-sparar-fyrir-eurovisionsigri-og-setur-16-felagsgjalda-i-gledibanka/#respond Mon, 25 Sep 2023 08:30:33 +0000 http://fases.is/?p=11025 Tólfti aðalfundur FÁSES fór fram fimmtudaginn 21. september. Eins og vaninn er voru hefðbundin aðalfundarstörf á dagskrá þar sem fjallað var um ársreikning síðasta árs og skýrslu stjórnar þar sem hinir ýmsu viðburðir félagsins voru tíundaðir. Þá var kosið til stjórnar og var Ísak Pálmason endurkjörinn formaður FÁSES og Laufey Helga Guðmundsdóttir endurkjörin ritari félagsins. Kristín Kristjánsdóttir gaf ekki kost á sér áfram í varastjórn og bauð Eva Dögg Benediktsdóttir sig fram og var kjörin. Til viðbótar við þau verða áfram í stjórn FÁSES á næsta félagsári þau Halla Ingvarsdóttir gjaldkeri, Heiður Dögg Sigmarsdóttir alþjóðafulltrúi, Ásgeir Helgi Magnússon kynningar- og viðburðastjóri og Gísli Ólason Kærnested í varastjórn. 

 

Á fundinum var lögð fram tillaga hluta stjórnar um stofnun sérstaks Sigursjóðs FÁSES. Þegar Ísland vinnur Eurovision mun FÁSES sem OGAE gestgjafaklúbbur bera ýmsar skyldur gagnvart aðdáendasamfélaginu, t.d. að setja upp og reka sérstakan skemmtistað aðdáenda, Euroclub. Var því lagt til að leggja fyrir hluta félagsgjalda á hverju ári næstu fimm árin til að safna í sjóð til að nota við skipulagningu viðburða þegar Ísland verður gestgjafi Eurovision. 

 

Spunnust miklar umræður um tillöguna á fundinum og var framsögumaður, Laufey Helga, m.a. sökuð um að hafa séð fyrir hverjir muni keppa í Söngvakeppninni á næsta ári í kristalskúlunni sinni. Eva Dögg, málsfarssnillingur með meiru, stakk upp á að sjóðurinn héti Gleðibankinn og Ásgeir Helgi, sem er mikill tölugrínari, stakk upp á að 16% félagsgjalda rynnu í sjóðinn, svona til að heiðra 16. sæti Icy tríóisins, Höllu Margrétar og Beathoven. Einhverjir fundargesta töldu að verið væri að jinxa íslenskum sigri með tillögunni en í versta falli væri hægt að nota sjóðinn til að múta nokkrum dómnefndum yrði fólk langeygt eftir sigri. Á endanum var tillagan samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á fundinum. Munu því 16% félagsgjalda FÁSES næstu fimm árin renna í sérstakan sjóð, Gleðibankann, sem skal nota við skipulagningu viðburða þegar Ísland verður gestgjafi Eurovision. 

 

Í lok fundar dustuðum við rykinu af Eurovision bingóinu þar sem Ásgeir lét Júrólögin ganga og félagar merktu við viðeigandi þátttökulönd á sérstöku FÁSES-bingóspjaldi. María, Ísak og Sigga Gróa duttu í lukkupottinn þetta kvöld og fengu vel valda Eurovision geisladiska, boli, júróvatnsflöskur og fjölnotapoka í bingóvinning. Sigga Gróa var fyrst til að fá alslemmu á allt spjaldið sitt svo hún fékk einnig að launum tvo miða á árshátíð FÁSES 21. október nk. 

 

Sama dag og aðalfundurinn var haldinn skráði gjaldkeri FÁSES félaga nr. 1000 í félagatalið – til hamingju FÁSES! Virkir félagar í klúbbnum eru í dag um það bil 500, svo það eru auð númer inn á milli í félagatalinu en 1.000 félagar í Eurovision klúbbi á landi sem telur tæplega 400 þúsund manns er eitthvað sem stofnendur FÁSES dreymdu ekki um fyrir tólf árum síðan.

 

Við minnum þau ykkar sem stefnið á að fara til Malmö á Eurovision 2024 á að síðasti dagur til að greiða félagsgjaldið og skrá sig í klúbbinn til að eiga möguleika á miðum er 2. október 2023.

 

Við þökkum kærlega fyrir vel heppnaðan aðalfund og hlökkum til að sjá ykkur öll á árshátíð!

 

Á forsíðumynd má sjá stjórn FÁSES. Frá vinstri: Ásgeir, Laufey, Heiður, Ísak, Halla, Eva Dögg og Gísli.

]]>
https://fases.is/2023/09/25/fases-sparar-fyrir-eurovisionsigri-og-setur-16-felagsgjalda-i-gledibanka/feed/ 0
Einar Ágúst fimmtugur https://fases.is/2023/08/13/einar-agust-fimmtugur/ https://fases.is/2023/08/13/einar-agust-fimmtugur/#respond Sun, 13 Aug 2023 08:56:08 +0000 http://fases.is/?p=11008 Einar Ágúst Víðisson fæddist 13. ágúst 1973 og fagnar því 50 ára afmæli í dag. Hann er þekktur sem söngvari, þá ekki síst hljómsveitarinnar Skítamórals. Einnig starfar hann sem trúbador og var einnig útvarpsmaður um tíma.

Árið 2000 tók Einar Ágúst þátt í Söngvakeppi Sjónvarpsins sem að þessu sinni var hluti af sjónvarpsþættinum Stutt í spunann. Stjórnendur voru Hjálmar Hjámarsson og Hera Björk Þórhallsdóttir sem átti síðar eftir að koma við sögu í Eurovision. Lagið sem hann flutti heitir Hvert sem er og söng hann þar dúett með Telmu Ágústsdóttur. Lagið er eftir Örlyg Smára en textann á Sigurður Örn Jónsson. Þetta var eitt af fimm lögum sem kepptu og sigraði það örugglega. Lagið fór því í stóru keppnina sem var haldin í Stokkhólmi að þessu sinni. Þá var búið að snúa textanum yfir á ensku og hét lagið Tell Me! Lagið endaði um miðja keppni eða í 12. sæti. Það vakti mikla athygli á þessum tíma að Einar Ágúst klæddist hvítu pilsi á sviðinu.

Ári síðar eða árið 2001 tók Einar Ágúst þátt í annarri söngvakeppni, Landslaginu. Það var Stöð 2 sem hélt þá keppni. Þar söng hann lagið Beint í hjartastað eftir Grétar Örvarsson og Ingibjörgu Gunnarsdóttur. Fór það svo að hann sigraði þá keppni einnig. Þriðji sigurinn í söngvakeppni á Íslandi kom svo árið 2002. Þá sigraði Einar Ágúst í keppninni um Ljósanæturlagið 2002 en sú keppni var á Skjá einum. Lagið heitir Velkomin á Ljósanótt, en það er eftir Ásmund Valgeirsson.

Einar Ágúst snéri svo aftur í Söngvakeppnina árið 2015. Hann átti hlut í texta lagsins Fyrir alla sem Cadem hópurinn flutti. Lagið er eftir Daníel Óliver Sveinsson og Jimmy Åkerfors. Hann söng einnig bakraddir í laginu og klæddist við þetta tækifæri pilsinu góða sem þá var orðið 15 ára gamalt. Lagið komst í úrslit og hét þá Fly með enskum texta.

FÁSES.IS óskar Einar Ágústi til hamingju með afmælið!

]]>
https://fases.is/2023/08/13/einar-agust-fimmtugur/feed/ 0
20 ár í dag: Sjóðheitt, tyrkneskt sigurlag, belgískt bulllag og rússenskur stormur í vatnsglasi https://fases.is/2023/05/24/20-ar-i-dag-sjodheitt-tyrkneskt-sigurlag-belgiskt-bulllag-og-russenskur-stormur-i-vatnsglasi/ https://fases.is/2023/05/24/20-ar-i-dag-sjodheitt-tyrkneskt-sigurlag-belgiskt-bulllag-og-russenskur-stormur-i-vatnsglasi/#respond Wed, 24 May 2023 13:43:05 +0000 http://fases.is/?p=10985 Lokakvöld Eurovision árið 2003 fór fram í Skonto Hall í Riga í Lettlandi 24. maí 2003 eða fyrir akkúrat 20 árum síðan. Alls tóku 26 þjóðir þátt og var því enn á ný sett þátttökumet. Úkraína var með í fyrsta skiptið þegar Oleksandr flutti lagið Hasta la vista. Allir keppendur voru að taka þátt í fyrsta sinn, það var enginn sem snéri aftur (returning artist) sem er óvenjulegt og hafði það bara gerst áður fyrsta árið, 1956 og svo 1970. Kynnar kvöldsins voru Eurovisionstjörnurnar Marie N og Renars Kaupers. Þau byrjuðu keppnina á að hringja myndsímtal í fyrsta Eurovisionsigurvegarann, Lys Assia og hringdu svo líka í söngvarann Elton John. Þess má til gamans geta að Elton var höfundur lagsins I Can´t Go On Living Without You sem keppti í A Song For Europe, forkeppni Breta fyrir Eurovision árið 1969. Lagið varð í sjötta og síðasta sæti.  Eurovisionlag númer 900 er í þessari keppni Feeling Alive með Stelios Konstantas fyrir Kýpur. Íslendingar náðu inn á topp tíu í fjórða sinn þegar Birgitta Haukdal söng Open Your Heart og deildi 8. – 9. sæti með hinni spænsku Beth.

Þessi keppni var æsispennandi allt til enda og í raun sú síðasta sem var þannig þar til stigagjöfinni var breytt árið 2016. Slóvenía var síðust til að gefa stig og þegar röðin kom að þeim gátu Tyrkir, Belgar og Rússar unnið. Slóvenski kynnirinn, Peter Poles, sem hefur nokkrum sinnum verið stigakynnir, hafði sem betur fer húmor og dró þetta aðeins á langinn. En stórtíðindin voru kannski að Bretar gengu í núllstigaklúbbinn með lagið Cry Baby sem dúettinn Genemies flutti. Úrslitin voru líka öfug miðað við árið áður. Þá voru Lettland, Malta og Bretland í þremur efstu sætunum, en þessi lönd voru í þremur neðstu sætunum þetta árið.

Sænska dúóið Fame varð í fimmta sæti með lagið Give Me Your Love. Dúettinn skipa Jessica Andersson og Magnus Bäcklund. Þau höfðu unnið ekki minni stjörnur en Jan Johansen, Jill Johnson og Afro-Dite í Melodifestivalen til að komast í stóru keppnina. Þau kepptu svo aftur í Melodifestivalen ári síðar með magið Vindarna vänder oss. Samstarfið varði árin 2002-2006 og Magnus tók aftur þátt í Melodifestivalen árið 2006 og Jessica tók þátt alls sex sinnum aftur árin 2006-2021, síðast með lagið Horizon.

Vinsælasta lagið hjá okkur Íslendingum er norska lagið I´m Not Afraid To Move On, flutt af Jostein Hasselgard, sem varð í fjórða sæti í keppninni. Lag og texti eru eftir Arve Furset og VJ Strøm. Jostein byrjaði að læra á píanó þegar hann var sex ára og nam síðar hjá norsku tónlistarakademíunni. Jostein hefur verið leikskólakennari að aðalstarfi en syngur líka tenór í sönghópnum Pust.

Fyrir Rússland keppti dúettinn t.A.T.u. (sem þýðir þessi elskar hina) sem þóttust vera lesbískt par sem ætlaði að gera eitthvað agalegt á sviðinu, en gerðu svo ekki neitt. Dúettinn skipuðu þær Lena Katin og Julia Volkova og fluttu þær lagið Ne ver´ne boysia eða Ekki trúa, ekki hræðast og ekki spyrja. Urðu þær í þriðja sæti. Það er líka athyglisvert að lagið var gefið út aðeins fimm dögum fyrir keppnina, eða þann 19. maí.  t. A.T.u. voru orðnar ansi þekktar áður, meðal annar fyrir lagið All The Things She Said.

Belgar urðu öðru sæti. Hópurinn kallaði sig Urban Trad og flutti lagið Sanomi. Talsverðar mannabreytingar hafa verið í hópnum sem hefur verið starfandi lengi, en söngkonurnar sem kepptu í Eurovision eru Soetkin Collier og Veronica Codesal. Lagið er sungið á ímynduðu tungumáli og var það fyrsta til þess í Eurovision. Tvö önnur lög í Eurovision eru líka þannig. Belgíska lagið O Julissi frá 2008 og Hollenska lagið frá 2006, Amambanda, er það að hluta til.

Sigurvegarinn varð Sertab Erener frá Tyrklandi með lagið Every Way That I Can. Þetta var fyrsti og hingað til eini sigur Tyrkja í Eurovision. Og ekki breytist það meðan þeir eru ekki með, en það voru þeir síðast árið 2012. Það þótti líka merkilegt að lag svona snemma í keppninni, strax númer fjögur, ynni og enn er þetta eina lagið númer fjögur sem hefur unnið. Lagið er eftir Demir Demirkan. Unnu Demir og Sertab talsvert saman í tónlistinni á árunum i kringum 2003. Sertab hefur hins vegar grunn í klassískri tónlist. Every Way That I Can varð ansi vinsælt og náði fyrsta sæti á vinsældarlistum í Grikklandi, Svíþjóð og Tyrklandi og auk þess inn á topp tíu í Austurríki, Belgíu, Hollandi, Rúmeníu og Spáni.

Haustið 2003 fór í gang svokölluð World Idol keppni. Söngvakeppnin Idol hafði náð miklum vinsældum víða um heim og hefur verið haldin í mörgum löndum. Þar syngja keppendur þó yfirleitt áður útgefin lög. Keppnin var og er nú aftur haldin á Íslandi og á þessum tíma komu einnig fram fleiri hæfileikakeppnir í framhaldinu eins og X-Factor og Voice. Fjölmargir Eurovisonkeppendur hafa tekið þátt í öllum þessum hæfileikakeppnum. En í þessari World Idol keppni kepptu aðilar sem höfðu unnið Idol keppni í sínu heimalandi og voru fulltrúar landsins síns. Þetta líktist því svolítið Eurovision, nema hér kepptu keppendur bæði innan og utan Evrópu og tóku reyndar lög sem höfðu komið út áður. Tólf einstaklingar kepptu um titilinn World Idol. Fyrir Ísland keppti Karl Bjarni Guðmundsson. Sigurvegarinn var Norðmaðurinn Kurt Nielsen en hann flutti lag eftir írsku hljómsveitina U2. Þess má geta að fyrir Ástralíu keppti Guy Sebastian, sem var líka fyrsti keppandi Ástralíu í Eurovision. Þetta er ein af fáum keppnum sem má segja að séu eitthvað í líkingu við Eurovision og mögulega í samkeppni við hana. En World Idol var þó aðeins haldin í þetta eina skipti, annað en OTI Festival sem áður var fjallað um á FÁSES.IS.

]]>
https://fases.is/2023/05/24/20-ar-i-dag-sjodheitt-tyrkneskt-sigurlag-belgiskt-bulllag-og-russenskur-stormur-i-vatnsglasi/feed/ 0
Only Teardrops 10 ára https://fases.is/2023/05/18/only-teardrops-10-ara/ https://fases.is/2023/05/18/only-teardrops-10-ara/#respond Thu, 18 May 2023 13:27:44 +0000 http://fases.is/?p=10966 Eurovisionkeppnin 2013 fór fram í Malmö Arena 14. og 16. maí og stóra lokakvöldið 18. maí eða fyrir tíu árum síðan í dag. Fánagangan í byrjun var flutt undir tónlist sem var samin af Birni Ulveus, Benny Anderson og Avicci heitnum sem var staddur í salnum. Nýjung ársins var að keppendur drógu ekki lengur númer hvar þeir væru í röðinni, þeir drógu bara hvort þeir væru í fyrri eða seinni hlutanum. Framleiðendur röðuðu lögunum svo upp þannig að þau fengju að njóta sín, oft rólegt og fjörugt til skiptis. Kynnir var hin eina sanna Petra Mede, sem var líka kynnir árið 2016. Eric Saade sem keppti árið 2011 var svo í græna herberginu á úrslitakvöldinu. Þrjátíu og níu lönd tóku þátt. Tyrkland og Slóvakía höfðu bæði verið með árið áður, en drógu sig þarna úr keppni og hafa því miður ekki verið með síðan. Fyrir Ítalíu keppti Marco Mengoni og hafnaði í sjöunda sæti með lagið L’Essenziale. Hann keppti svo aftur í ár og hafnaði þremur sætum ofar með lagið Due vite.

Elsti einstaklingurinn sem nokkurn tímann hefur stigið á Eurovisionsviðið steig á svið í þessari keppni, Emil Ramsauer frá Sviss, keppti sem hluti af Takasa hópnum og plokkaði kontrabassa. Hann fæddist árið 1918 og var því 95 ára gamall þarna. Hann var einnig fyrsti Eurovisionkeppandinn sem náði 100 ára aldri, en hann hélt upp á 100 ára afmælið sitt 28. febrúar 2018. Emil lést þann 23. desember 2021, 103 ára að aldri.

Meðal keppenda voru mjög þekktar söngkonur. Anouk keppti fyrir Holland með lagið Birds. Hún hafði slegið í gegn árið 1997 með lagið Nobody´s Wife. Cascada keppti fyrir Þýskaland með lagið Glorious en hennar frægasta lag er Everytime We Touch sem kom út 2005. Síðast en ekki síst keppti Bonnie Tyler fyrir Bretland með lagið Believe in Me. Hún á marga stórsmelli sem flestir komu út ár níunda áratugnum. Má þar nefna Holding Out for a Hero og Total Eclipse of the Heart.

Úkraína hafnaði í þriðja sæti. Það var söngkonan Zlata Ognevich sem söng lagið Gravity. Zlata hafði reynt að vera fulltrúi Úkraínu árin 2010 og 2011 en hafði ekki erindi sem erfiði. Árið eftir keppni snéri hún blaðinu við og gerðist þingmaður. Þingmennskan varði þó ekki lengi þar sem hún sagði af sér ári síðar eftir að hún hafði verið sökuð um spillingu. Það sem þótti merkilegast við atriðið sjálft var að það var ansi stór maður sem bar Zlötu á svið, Igor Vovkovinskiy. Hann var af úkraínsku bergi brotinn, en bjó í Bandaríkjunum. Hann var 234,5 cm. Hann lést árið 2021, aðeins rétt tæplega 39 ára gamall. Zlata var stigakynnir Úkraínu á Eurovision í ár.

Á árinum 2009-2013 lenti Azerbaijan í sætum 1, 2, 3, 4 og 5. Það var Farrid Mammadov sem tók lokasprettinn, fullkomnaði fimmuna og lenti í 2. sæti með lagið Hold me. Lagið er líka lag númer 1300 sem keppir í Eurovision og vel að því komið. Aserar lentu í 3. sæti 2009 (á eftir Jöhönnu Guðrúnu), 5. sæti 2010, unnu 2011 og urðu númer fjögur 2012. Eftir þessi glæsilegu ár hefur þeim hins vegar bara einu sinni tekist að ná inn á topp tíu. Það var þegar Chingiz flutti lagið Truth árið 2019.

Sigurvegarinn var Emmelie De Forest frá Danmörku með lagið Only Teardrops. Þetta var þriðji sigur Dana í Eurovision. Lagið er eftir Lise Cabble, Julia Fabrin Jakobsen og Thomas Stengaard. Emmelie hefur verið áberandi í Eurovisionheiminum eftir þetta og oft komið fram á keppnum. Ári síðar þegar Danir héldu keppnina flutti hún einnig lagið Rainmaker. Hún kom til Íslands árið 2018 og heiðraði bæði FÁSES félaga í fyrirpartýi (sjá mynd) og Söngvakeppnina með nærveru sinni. Hún kom svo aftur til Íslands núna um Eurovisionhelgina og skemmti í Eurovisionpartýi á Selfossi.

No photo description available.

Emmelie De Forest og Robin Bengtsson ásamt FÁSES liðum í fyrirpartýi Söngvakeppninnar 2018.

]]>
https://fases.is/2023/05/18/only-teardrops-10-ara/feed/ 0
30 ár í dag: Írar vinna á heimavelli, Austur-Evrópa byrjar að vera með og Lúxemborg kveður – í bili https://fases.is/2023/05/15/30-ar-i-dag-irar-vinna-a-heimavelli-austur-evropa-byrjar-ad-vera-med-og-luxemborg-kvedur-i-bili/ https://fases.is/2023/05/15/30-ar-i-dag-irar-vinna-a-heimavelli-austur-evropa-byrjar-ad-vera-med-og-luxemborg-kvedur-i-bili/#respond Mon, 15 May 2023 11:28:40 +0000 http://fases.is/?p=10932 Árið 1993 var Eurovisonkeppnin haldin í litlum bæ, Millstreet á Írlandi, nánar tiltekið í Green Glens Arena. Keppnin hefur aldrei verið haldin í minni bæ, en íbúafjöldinn var í kringum 1500. Húsnæðið tók þó 8.000 manns í sæti eða rúmlega fimmfaldan íbúafjölda. Í dag eru 30 ár síðan þessi keppni fór fram, þann 15. maí 1993. Kynnir var Fionnuala Sweeney. Yfir hljómsveitastjóri var Noel Keehan, en hann hefur manna oftast verið hljómsveitastjóri í Eurovision, var það ansi oft á árunum 1966-1998 og stýrði meðal annars fimm sigurlögum Íra.

Tuttugu og tvö lönd komust sjálfkrafa í keppnina. Þarna var Júgóslavía nýfarin í sundur. Undankeppni meðal þjóða fyrrum Júgóslavíu var haldin í Ljubliana í Slóveníu þar sem þrjár efstu þjóðirnar fengu þátttökurétt og voru að keppa í fyrsta skiptið, en það voru Bosnía-Herzegóvína, Króatía og Slóvenía. Með þessum löndum kom auðvitað nýr tónn inn í Eurovision sem okkur þykir afskaplega vænt um. Þátttökulönd voru 25 og höfðu þá aldrei verið fleiri. Lúxemborg var með í þessari keppni, en hefur því miður ekki verið með síðan. Það var hins vegar að koma gleðitilkynning á föstudaginn: Þeir ætla að vera með á næsta ári, 2024, eftir 31 árs fjarveru!

Í síðasta sæti þetta árið varð Barbara nokkur Dex fyrir Belgíu. Lagið þótti ekki gott og klæðnaðurinn heldur ekki smart. Árið 1997 voru stofnuð skammarverðlaunin „Barbara Dex awards“ og fær verst klæddi Eurovisionflytjandi hvers árs þau verðlaun. Þessi verðlaun voru veitt árlega frá 1997, síðast árið 2021. Sænska hljómsveitin Arvingarna keppti fyrir Svíþjóð með lagið Eloise og hafnaði í sjöunda sæti. Hljómveitin var stofnuð árið 1989 og er enn það. Þeir hafa tekið þátt í Melodifestivalen fimm sinnum eftir þetta og freistað þess að komast aftur í Eurovision. Síðast kepptu þeir árið 2021 með lagið Tänker inte alls gå hem.

Í þriðja sæti varð hin 18 ára gamla Annie Cotton fyrir Sviss með lagið Moi, tout simplement eða Bara ég. Annie er kanadísk eins og Celine Dion sem keppti fyrir Sviss fimm árum áður. Annie hefur starfað sem söngkona og einnig sem leikkkona og meðal annars leikið í nokkrum kanadískum sápuóperum.

Og Bretar urðu í öðru sæti eina ferðina enn. Nú var það Sonia Evans með lagið Better the Devil You Know. Lagið er eftir Biran Teasdale og Dean Collinson. Sonia er einmitt frá Liverpool þar sem Eurovision 2023 var að ljúka. Sonia var vinsæl á þessum tíma og átti 11 smelli sem náðu inn á topp 30 í Bretlandi á árunum 1989-1993. Sonia kom fram á Eurovisionkeppnininni núna á laugardaginn og tók auðvitað lagið sitt við mikinn fögnuð viðstaddra og eins sjónvarpsáhorfenda heima í stofu.

En Írar sigruðu á heimavelli, bankastarfsmaðurinn Niamh Kavanagh með lagið In Your Eyes. Írar voru þarna búnir að vinna fimm sinnum og voru þarna að jafna með Frakkalands og Lúxemborgar. Á þessum tíma hafði engin þjóð unnið oftar. Lagið varð nokkuð vinsælt, en Eurovisionkeppnin var samt að dragast aftur úr hvað tónlistina varðar, lögin þóttu mörg hver gamaldags og jafnvel hallærisleg. In Your Eyes er eftir Jimmy Walsh. Niamh er enn að í tónlistinni og tók aftur þátt í Eurovision árið 2010 með lagið It´s for You og komst í úrslit.

]]>
https://fases.is/2023/05/15/30-ar-i-dag-irar-vinna-a-heimavelli-austur-evropa-byrjar-ad-vera-med-og-luxemborg-kvedur-i-bili/feed/ 0