Um FÁSES

FÁSES stendur fyrir Félag áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og er opinber aðdáendaklúbbur um Eurovision-söngvakeppnina.

FÁSES tilheyrir alþjóðlegu samtökunum OGAE (Organisation Générale des Amateurs de l’Eurovision) en þau eru stærstu samtök aðdáenda Eurovision í heiminum.

FÁSES hefur það að markmiði að vera sameiginlegur vettvangur þeirra sem hafa áhuga á Eurovision-söngvakeppninni og öllu því sem henni við kemur. Hvort sem fólk vill hittast til þess að ræða komandi keppni, horfa saman á söngvakeppnina eða jafnvel fara erlendis til þess að fylgjast með keppninni þá er markmið FÁSES að koma því í kring. Félagið stendur fyrir fjölmörgum viðburðum ár hvert eins og t.d. Eurovision karaoke, Júró-barsvörum, fyrir- og eftirpartýum í tengslum við Söngvakeppnina og ýmiss konar hittingum þar sem horft er á undankeppnir Eurovision annarra landa o.s.frv. FÁSES heldur uppi öflugri umfjöllun um Eurovision og Söngvakeppnina á þessum vef og hefur millgöngu um aðgöngumiða á keppnina sjálfa hér heima og erlendis.

Í stjórn FÁSES sitja:

Ísak Pálmason, formaður (isakpalmason@gmail.com), s: 693-5086

Laufey Helga Guðmundsdóttir (laufeyhelgagudmundsdottir@gmail.com), ritari s: 860-2253

Halla Ingvarsdóttir, gjaldkeri (hallai@simnet.is), s: 866-5538

Heiður Dögg Sigmarsdóttir, alþjóðafulltrúi (heidurds@gmail.com), s: 697-3775

Ásgeir Helgi Magnússon, kynningar- og viðburðastjóri (asgeir.helgi@gmail.com), s: 690-9704

Varafulltrúar stjórnar eru:

Eva Dögg Benediktsdóttir (evadoggben@gmail.com)

Gísli Ólason Kærnested (mac_pan65@yahoo.com) s. 852-0766